Sunnudagur, 1. febrúar 2015
ASÍ veit hvað kaupið má hækka
Hagdeild ASÍ er beintengd við stærstu fyrirtæki landsins í gegnum eignarhlut lífeyrisjóðanna í Icelandair, Högum, Össuri, Marel og öðrum skráðum fyrirtækjum í Kauphöllinni.
Forseti ASÍ getur dundað sér við að hamast á kaupi lækna og kennara en það breyti ekki þeirri staðreynd að kaup ASÍ-launþega kemur frá fyrirtækjum að stórum hluta í eigu verkalýðshreyfingarinnar.
Forseti ASí ætti að ráðgast við hagdeildina sína og spyrja hvað fyrirtæki verkalýðshreyfingarinnar geta hækkað kaupið án þess að til vandræða horfi.
ASí gæti líka gert okkur öllum greiða og skellt á svona tveggja mánaða allsherjarverkfalli til að kæla hagkerfið. Eftir það yrði verulegt atvinnuleysi sem myndi lækka kaup og kaupkröfur; málið væri leyst.
Útafkeyrsla við samningaborðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hmmmm...kennarar þurfa ekki að kvarta undan launum, er það ? - Einhversstaðar eru þeir beintengdir. 2ja mánaða verkfall er ekkert mál fyrir sumar stéttir en allt í einu er það slæmt hjá öðrum.
Það er búið að slá í bjölluna og fylgstu nú vel með.
Már Elíson, 1.2.2015 kl. 16:44
Sýnist nú að einstak félag innan ASÍ ætli sér að móta sína kröfur án aðkomu Gylfa og ASÍ. T.d. er það starfsgreinasambandið sem nú hefur sett fram kröfur um 300 þúsund krónur eftir 3 ár. Hefur ekkert með Gylfa að gera nema að hann stendur náttúrulega með þeim. Rétt að minna t.d. að Framsókn er ekki bara Sigmundur Davíð! Og Sjálfstæðisflokkur er ekki bara Bjarni Ben. Sbr. ASÍ eru heildarsamtök verklýðsfélaga og Gylfi er ekki einræðisherra. Tek undir með þeim sem nefna það að Framhaldsskólakennarar eru jú að fá góða hækkun og skv. könnunum eru verkamenn með mun lægri laun í norrænum samanburði en kennarar!
Magnús Helgi Björgvinsson, 1.2.2015 kl. 17:08
Már Elísson
Ertu búinn að taka samam listann um þá sem hafa tapað verulega á viðsiptum við þig eða þína ?
Miða við gaspur þitt hér að þú skilur ekki það sem Páll er að tala um !
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.2.2015 kl. 22:00
Það er rétt Magnús, Gylfa hefur ekki verið hleypt að samningsborðinu og verður vonandi haldið utan þess fyrir fullt og allt.
En hvað er hann þá að gapa í fjölmiðla? Kannski hann sé þarna í nafni Samfylkingar, en hann er vissulega ekki í nafni launþega.
Vandinn liggur ekki hjá stjórnvöldum, heldur er hann tilkominn vegna þeirra samninga sem Gylfi kallaði "þjóðarsátt" og hann stóð að fyrir rúmu ári síðan. Gylfi gleymdi þeirri staðreynd að til að þjóðarsátt gæti orðið að veruleika, þarf þjóðina til, ekki bara almenna launþega innan stéttarfélaga sem standa að ASÍ.
Enda var ekki búið að samþykkja samningana, blekið varla þornað, þegar aðrir hópar í þjóðfélaginu tilkynntu að þeir væru ekki aðilar að þessum "tímamótasamning". Raunin varð líka sú að allir hafa fengið meira í sínum samningum síðan þá.
Vissulega er ríkið ekki stikkfrí frá gerða samninga langt umfram launþega ASÍ, en fyrst og fremst er þó sökin hjá atvinnurekendum. Þeir settu tóninn strax og "tímamótasamningurinn" hafði verið samþykktur, með samningum um hærri laun til annarra.
Því er sökin fyrst og fremst hjá þeim sem sátu gegn Gylfa, fyrir jólin 2013, auk auðvitað hans sjálfs að láta blekkjast.
Þú lætur mikið með það að Gylfi sé bara peð innan ASÍ, Magnús. Þekkingarskortur þinn á þessu máli er alger og því minni um hvað skeði við gerð þessa "tímamótasamnings" Gylfa.
Þar var Gylfi ekkert peð, heldur nauðgaði fram sínum vilja, auðvitað með góðri hjálp sinna nánustu!!
Gunnar Heiðarsson, 2.2.2015 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.