Fimmtudagur, 29. janúar 2015
Vinstridráttur ríkissaksóknara
Hæstiréttir hundskammar embætti ríkissaksóknara fyrir að standa sig ekki í einföldum kynferðisbrotamálum og valda skaða á réttarkerfinu.
Afglöp ríkissaksóknara stafa af rangri forgangsröðun. Embættið undir forystu Sigríðar Friðjónsdóttur eyðir tíma og starfsþreki í pólitískra leiðangra, samanber lekamálið fræga, þar sem tilgangurinn er ekki að bæta samfélagið heldur að slá pólitískar keilur. Á meðan sitja á hakanum mál sem varða kynferðisafbrot.
Sigríður fékk embættið frá Jóhönnustjórinni í þakklætisskyni fyrir saksókn á hendur fyrrum forsætisráðherra, Geirs H. Haarde.
Fundið að drætti hjá ríkissaksóknara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stjórnmálalæsi Jóhönnu markaðist af þekkingu hennar á eigin skoðana systkynum. Hve heitt þau þráðu og þáðu titil,nokkuð sem hún gat ráðstafað.Hversu blóðheit þau voru og illvíg gegn andstæðingi.- Fáir vissu nokkuð um Sigríði Friðjónsdóttur,fyrr en hún dúkkaði upp sem ríkissaksóknari 2009..gegn Geir H. Haarde.Enn er hún í keilu,þegar embætti hennar ætti að taka kynferðisbrotamál fram yfir sviðsett lekamál.
Helga Kristjánsdóttir, 29.1.2015 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.