Miðvikudagur, 28. janúar 2015
Guðlast, svínakjöt og múslímsk aðlögun
Þýskur lagaprófessor við háskólann í Bonn leggur til að harðari refsingar verði teknar upp vegna guðlasts enda eiga margir múslímar erfitt að umbera trúarlegt skop.
Þýskur blaðamaður Die Welt ræðir tillögu lagaprófessorsins og vitnar m.a. til þess að múslímum finnst ógeð að svínakjöt sé á boðstólum í mötuneytum og veitingahúsum (þýskir eru hrifnir af þessum mat). Á þá ekki að banna svínakjötsát?
Spurningin snýst um hvort múslímar aðlagist vestrænum gildum eða öfugt; að vestræn gildi víki fyrir múslímskum. Í Þýskalandi er risin upp hreyfing, PEGIDA, gegn múslímavæðingu Evrópu. Skal engan undra.
Athugasemdir
Vill þýski prófessorinn ákvæði um mögulega fangelsisvist fyrir guðlast, eins og í íslenskum lögum?
Skeggi Skaftason, 28.1.2015 kl. 18:56
Í Vestrænum löndum þar sem múslimar hafa komið sér fyrir gera þeir kröfur um að innfæddir aðlagist sínum siðum. Innfæddir vinstrimenn eru líklegri en aðrir til þess að taka undir þessar kröfur og gera það iðulega, þrátt fyrir að vera í aðra röndina stöðugt með mannréttindi á vörum. Þessi undirlægju pólitík þeirra gagnvart yfirgangi minnihlutans kanna að kaupa atkvæði þessa hóps um sinn, en mun koma illilega í bakið á okkur öllum ef haldið verður á sömu braut næstu áratugina.
Þorgeir Ragnarsson, 29.1.2015 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.