ASÍ launalögga og forstjóralaunin

ASÍ notar laun lækna til að réttlæta óábyrgar launakröfur félagsmanna sinna. Læknar starfa hjá ríkinu og eru ekki hluti almenna vinnumarkaðarins. Forstjórar landsins, á hinn bóginn, eru upp til hópa á almenna vinnumarkaðnum.

ASÍ stjórnar lífeyrissjóðunum til helminga á móti Samtökum atvinnulífsins. Lífeyrissjóðirnir eru eigendur að stórum hlut í mörgum stærstu fyrirtækjum landsins. ASÍ væri í lófa lagið að beita sér fyrir því að launavísitala forstjóranna yrði opinber og þannig mætti fylgjast með þróun þeirra launa sem eru á sama vinnumarkaði og félagsmenn ASÍ.

ASÍ gerir ekkert til að fylgjast með þróun forstjóra og millistjórnenda fyrirtækja en tekur sér fyrir hendur að vera launalögga sem herjar á lækna. ASÍ ætti að líta sér nær.

 


mbl.is Læknar með fjórfaldar dagvinnutekjur verkafólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband