Mánudagur, 26. janúar 2015
Grænlandsjökull og landnámið
Grænlandsjökull er forðabúr um fornveðurfar en líka seinna tíma sögu. Landnámslagið á Íslandi, sérkennilegt öskulag sem finnst víða þétt upp að neðstu lögum vegghleðslna, var lengi ráðgáta.
En gjóskulagið, sem talið er eiga upptök á Torfajökulssvæðinu, fannst í Grænlandsjökli. Með því að telja niður áralög sem úrkoma myndar á jöklinum var hægt að tímasetja landnámslagið 871 plús/míns 2 ár.
Og það er glettilega nærri ritheimildum sem tímasetja landnámið 874.
Svipta hulunni af Grænlandsjökli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.