Mánudagur, 26. janúar 2015
Lýðræði án fullveldis er leiksýning
Grikkir veðsettu fullveldið sitt í Brussel og fengu í staðinn styrki sem grófu undan sjálfsbjörginni og gjaldmiðil án tengsla við efnahagslegan veruleika Grikklands. Eftir sjö ára falskt góðæri í byrjun aldar er kreppan orðin sjö ára og sér ekki fyrir endann á. Hörmungarnar við Eyjahaf sprengja biblíuskalann með sjö ára góðæri og jafnmörg hallæri.
Alexis Tsipras leiðtogi Syriza er með umboð frá grísku þjóðinni en það má sín lítils gagnvart evrunni sem er sameiginlegt verkefni 19 þjóðríkja. Tsipras setur á svið leiksýningu þar sem hann steytir hnefa framan í Brussel í táknrænum mótmælum.
Grikkir búa að forminu til við lýðræði og geta kosið sér nýtt þing eins oft og verkast vill. En án fullveldis komast þeir ekki úr kreppunni.
Veðsett fullveldi er veðsett framtíð.
Reiðubúinn að semja við kröfuhafa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.