Sunnudagur, 25. janúar 2015
Stiglitz og Jónas; hagfræði, hagvöxtur og heimska
Efnahagspólitík heimskunnar ræður ríkjum á alþjóðavísu, segir Joseph E. Stiglitz og vill að stjórnvöld hætti að prenta peninga til að leysa vandann sem í grunninn er eftirspurn.
Stiglitz, sem er stórkanóna í hagfræðinni, segir ríkisstjórnir um heim allan verða að stórauka framkvæmdir til að kynda undir eftirspurn í hagkerfinu og skapa þannig hagvöxt.
Jónas okkar Kristjánsson er á hinn bóginn í hlutverki hyggna búmannsins sem sér í gegnum kjaftavaðalinn í kringum hagvöxtinn.
Hagvöxtur er skilgreindur þannig að sóun og eyðsla auka hann en ráðdeild og sparnaður draga úr hagvexti. Greining hyggna búmannsins er betri vegvísir til framtíðar en sóunarfræði stórkanónunnar.
Athugasemdir
Það skondna er, að það er talið merki um það að Evrópa sé á rangri leið að þar skuli ekki vera hagvöxtur. Og samt hefur Japan þraukað í áraraðir án þessa mikla tilbeiðlsugoðs, sem hinn óendanlegi og veldishlaðni hagvöxtur er.
Ómar Ragnarsson, 25.1.2015 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.