Laugardagur, 24. janúar 2015
RÚV stundar pólitísk launmorð
Útvarp RÚV kl. 18:00 kynnti í fyrstu frétt að sjónvarp RÚV kl. 19:00 yrði með frétt um Hönnu Birnu sem afhjúpaði að Hanna Birna Kristjánsdóttir nyti einskins stuðnings þingflokks sjálfstæðismanna.
Þessi fréttaflétta RÚV hófst í hádeginu í dag þegar fyrsta frétt tilkynnti að stjórnmálafræðingur teldi Hönnu Birnu rúna trausti.
Og hvað gerðist svo í sjónvarpfréttum RÚV þann 24. janúar 2015 kl. 19:02? Hversu marga þingmenn Sjálfstæðisflokksins leiddi RÚV fram sem sögðu Hönnu Birnu einskins trausts njóta?
Svar: ekki einn einasti þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti vantrausti á Hönnu Birnu.
Niðurstaða: RÚV stundar pólitísk launmorð.
Rökrétt afleiðing: við eigum að afþakka fréttaþjónustu RÚV, sem ekki heldur máli.
Athugasemdir
Vinstri menn passa sig á að ræða "LEKAMÁLIÐ" í gríð og erg þessa dagana, í þeirri von að þeim takist að yfirgnæfa "STÓRA BANKAHNEYKSLIÐ" hans Gunnarsstað Móra.........
Jóhann Elíasson, 24.1.2015 kl. 20:55
Þetta fréttamat er reginhneyksli. Umbi er hættur við að skrifa skýrslu til Alþingis um rannsókn sína á samtölum fyrrverandi Lögreglustjóra og fyrrverandi Innanríkisráðherra, af því að hann telur öll kurl vera komin til grafar, og afsökunarbeiðni í hans viðurvist fór fram. Samt er tönnlast á dauðu máli í stað þess t.d. að draga fram sjónarmið skjólstæðings fréttastofu RÚV, sem er sakborningur í hneykslanlegri afhendingu nýju bankanna 2009 í hendur hrægammasjóða, og þar með voru íslenzkir skuldarar þessara banka berskjaldaðir fyrir miskunnarlausum innheimtum á erfiðum tímum. Af hverju spyr RÚV ekki þingmenn, hvort létta eigi þinghelgi af SJS, svo að hann geti fengið lögformlega stöðu sakbornings ?
Bjarni Jónsson, 24.1.2015 kl. 21:24
Frábært og Steingrímur fláráði öskurapinn er en á þingi og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins húkir á bakvið gardínur.
Hrólfur Þ Hraundal, 24.1.2015 kl. 21:41
En er ekki kominn tími á það að sett verði tímamörk á það hversu lengi menn geta setið á þingi, það er ekki síður aðkallandi en að tímamörk séu sett á hversu lengi forseti geti setið????????
Jóhann Elíasson, 24.1.2015 kl. 21:47
Hvað ætlið þið hér á þessari síðu að gera í sambandi við þetta svokallaða ríkisútvarp sem við neyðumst til að borga, hvort sem okkur líkar vel eða ekki.
Auðvita verðum við hvert og eitt aldrei á eitt sátt um gæði ríkisútvarps. En ríkisútvarp má ekki vera hlutdrægt. Því að ef það þarf endilega að vera hlutdrægt Þá er betra að sleppa því.
Hrólfur Þ Hraundal, 25.1.2015 kl. 00:47
Þann 23. þessa mánaðar, daginn sem umboðsmaður kynnti sinn dóm og daginn sem Víglundur opinberaði sóðaskap síðustu ríkisstjórnar, voru skrifaðar 17 fréttir um dóm umboðsmanns, en einungis 2 fréttir af uppljóstrun Víglundar, á vef ruv. Daginn eftir var hlutfallið örlítið skárra, þá voru ritaðar 3 fréttir um úrskurð umboðsmanns alþingis en einungis 1 frétt um uppljóstranir Víglundar.
Þetta var á fréttavef ruv, hins vegar er málið enn alvarlegra þegar teknir eru fréttatímar ruv og þeir skoðaðir. Þá kemur í ljós að allar fréttirnar af úrskurði umboðsmanns eru fremstar og mjög ítarlegar, meðan fréttir af uppljóstrunum Víglundar eru hafðar aftarlega og í stuttu máli.
Það virðist því sem fréttastofu ruv þyki merkilegra að flytja landsmönnum fréttir af málefni sem í grunninn snýst um hvort einn umsækjandi um landvistarleyfi hafi fengið að fullu réttláta meðferð, meðan frétt af því að upplýst sé að bankakerfið hafi stolið nokkrum hundruðum milljarða úr vösum landsmanna, með samþykki og vilja þáverandi fjármálaráðherra, þykir næsta lítilfjörleg.
Það getur varla verið skýrara hvar starfsfólk fréttastofu ruv liggur, á hinu pólitíska litrófi.
Gunnar Heiðarsson, 25.1.2015 kl. 01:31
Já góðir hálsr þetta er ekki að byrja hjá Rúv.í dag eða gær,þetta hefur verið viðvarandi allt frá hruni.Hvað á að þola þeim þetta lengi? Hægrimenn munu aldrei svara í sömu mynt,en kjósendur þeirra eiga betra skilið en að þeir líði andstæðingum sínum að nota ríkiseign til áróðurs auk þöggunar alvarlegustu afglapa fyrri ríkisstjórnar. Eða hvenær skoðast afglöp glæpur??
Helga Kristjánsdóttir, 25.1.2015 kl. 03:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.