Laugardagur, 24. janúar 2015
Hentisemi umboðsmanns alþingis, starfar án siðareglna
Umboðsmaður alþingis starfar ekki eftir skráðum siðareglum. Hentisemi umboðsmanns ræður hvaða mál hann tekur til athugunar að eigin frumkvæði. Á heimasíðu umboðsmanns segir
getur umboðsmaður fjallað um hvers konar háttsemi stjórnvalda sem honum þykir rannsóknarverð.
Engar siðareglur kveða á um hvaða rök skuli standa til þess að umboðsmaður ákveði hvaða mál skuli rannsaka og hver ekki.
Umboðsmaður alþingis er í raun með gerræðisvald í hendi sér sem samrýmist illa hugmyndum um hlutlæga og málefnalega stjórnsýslu.
Sérfræðingur fer yfir niðurstöðurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gagnrýni þín Páll, á umboðsmann Alþingis og viðleitni þín að gera störf hans tortryggileg, vega skots á siðareglum fyrir embættið, er nú lítið annað en skot í eigin fót, jafnvel báða.
Hefur þú ekki varið í pistlum þínum siðlausa ráðherrann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og gagnrýnt alla sem eitthvað hafa við embættisfærslur hennar að athuga?
Ekki skorti hana siðareglurnar, hún bara hundsaði þær. Það er víst í lagi á ritstjórn "Ekkibaugsmiðla".
Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.1.2015 kl. 18:02
Páll !
Ég er hjartanlega sammála Axel , það hlýtur eitthvað að bjáta á hjá þér , því undanfarnar bloggfærslur hjá þér hafa vægast sagt misst marks , þú ert ekki svipur hjá sjón , miðað við hvernig þú skrifaðir áður .
Tak þú þig á , skoða eigin rann , það geri ég einnig , eða reyni .
Hörður B Hjartarson, 24.1.2015 kl. 21:37
UA uppfyllir skilyrði laga til að mega gegna embætti hæstaréttadómarasvo hann ætti að vita hvert hlutverk hans er í embætti ua. skipun hans er að tryggja rétt borgarana gagnvart stjórnvöldum og stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga það er hans eftirlitshlutverk
Elsabet Sigurðardóttir, 24.1.2015 kl. 22:33
Algerlega sammála því sem hér er að ofan ritað í umsögnum.
Páll er gjörsamlega að gera sig að fífli með svona skrifum enda vita allir sem hafa kynnt sér stöðu umboðsmanns og starfsreglur að þær eru kýrskýrar og það þarf verulega illa gefið og illa innrætt fólk til að reyna að sjá út úr þeim eitthvað óheiðarlegt í störfum UA.
Jack Daniel's, 24.1.2015 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.