Miðvikudagur, 21. janúar 2015
Markaðs-Evrópa fótum treður Félags-Evrópu
Efnahagslegan ójöfnuð í Evrópu má rekja beint til samrunaþróunar Evrópusambandinu. Þetta segir Jason Beckfield prófessor við Harvard í viðtali á RÚV.
Snemma á níunda áratug síðustu aldar óx hraði ESB-samrunans. Félags-Evrópu, sem stóð fyrir velferðarþjónustuna, var fórnað fyrir Markaðs-Evrópu þar sem hagsmunir fyrirtækja eru í öndvegi en hlutur almennings fyrir borð borinn.
Ráðstafanir sem Seðlabanki Evrópu stendur fyrir mun fyrst og fremst leiða til hækkunar á hlutabréfamarkaði - en þar ávaxtar eignafólk pund sitt. Launafólk í ESB býr við stöðugt atvinnuleysi sem þrýstir launum og lífskjörum niður.
Samfylkingin, sem á að heita sósíaldemókratískur flokkur, berst ákaft fyrir því að auka efnahagslega misskiptingu á Íslandi með því að landið verði aðili að Evrópusambandinu. Það er holur hljómur í málflutningi samfylkingarfólks sem þykist hneykslað á efnahagsþróun á Íslandi en vill leiða evrópskan ójöfnuð yfir landsmenn þar sem helst í hendur skert velferð og hátt atvinnuleysi.
Þetta er hættuleg braut sem við erum á | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þarna hittirðu naglann á höfuðið. ESB er í senn máttugt verkfæri í þágu ójöfnuðar og máttugur bakhjarl fyrir ójafnaðaröflin.
Vésteinn Valgarðsson, 21.1.2015 kl. 22:17
Ég sé nú ekki betur en að núverandi stjórnvöld hér á landi séu fullfær án aðstoðar ESB um að auka ójöfnuðinn með eftirgjöfum fyrir hina ríkari.
Ómar Ragnarsson, 22.1.2015 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.