Miðvikudagur, 21. janúar 2015
Ég er ekki Gústaf
Gústaf Adolf Níelsson er maður rangra skoðana og því skal hann bannaður.
Rangar skoðanir eru einar í dag og aðrar á morgun.
Ég er ekki Gústaf en gæti orðið það ef skoðanir mínar yrðu fyrir samræmdu aðkasti meirihlutans.
Gústafs-málið er dæmi um rafræna múgsefjun og vekur hroll.
Þekktu ekki til afstöðu Gústafs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Páll - sem og aðrir gestir þínir !
Páll !
Svo stór er Gústaf Adolf í sniðum - að hann ÞORIR að standa fyrir sinn Skjöld / hvort sem mönnum líkar betur eða verr, ágæti síðuhafi.
Annað - en sagt verður um hefðbundnar íslenzkar Mél- Ráfur, sem láta kúska sig niður í skítinn og duftið, Páll minn / við minnsta mótlæti.
Hefi ætíð - borið hina fyllstu virðingu fyrir honum / síðan hann stjórnaði þáttagerð á Útvarpi Sögu: af röggsemi árin, ca. 2004 - 2006.
Þó svo - ég sé gjörsamlega ósammála honum í viðhorfum: gagnvart samkynhneigðu fólki, aftur á móti.
Nú bar svo við - í byrjun vikunnar Páll / að þeim Hádegis móa mönnum:velunnurum ''málfrelsis'' og ''lýðréttinda'' þóknaðist að loka á frekari hreinskilni mína - hér: á Mbl. vefnum, hvar ég hafði síðast skrifað um mismunandi eiginleika Rútil- og Basízkra pinnasuðuvíra.
Einhverjar bleyður og raggeitur - hafa vafalaust klagað mig: Í SKJÓLI SNAUTLEGRAR nafnleyndar, vel: að merkja.
Finnst þér ekki - sem öðrum lesendum þínum: sem þau Rauðvetningar (Morgunblaðsmenn) standi sig vel - lokandi á mig: eftir tæplega 49 ára tryggð mína við blaðið - eða síðan ég varð læs, heima á Stokkseyri - Páll minn ?
Nei Páll - hreinskilni getur verið ''hættuleg'' / og ættir þú sem aðrir síðuhafar hér á bæ að hafa það hugfast eftirleiðis, viljið þið ekki verða fyrir Hádegis móa kárínum, síðuhafi góður.
Með beztu kveðjum sem endranær - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 14:03
Gæsalappa eyðileggingin: &#&9 o.s.frv., skrifast alfarið á Hádegis móanna hrekki gagnvart mér, gott fólk.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 14:05
Gústaf hefur skoðanir og meiningar um mannréttindi ákveðina hópa sem ganga í berhögg við stjórnskrá landsins .. það hefur ekkert með múgsefjun að gera aða vilja ekki að slíkur maður komi að stjórnsýslu mannréttinda
Jón Bjarni, 21.1.2015 kl. 16:14
Komið þið sælir - á ný !
Jón Bjarni !
Hverra mannréttinda: eiga Múhameðskir að njóta eitthvað sérstaklega / þegar horft er til glæpaverka trúsystkina þeirra - um veröldina víða ?
Sem - eru framin, í beinu samhengi við Heimsvaldastefnu þeirra.
Áttu - Dr. Gerlach hinn Þýzki Nazisti, á 4ða áratug síðsutu aldar / eða þá íslenzkir og útlendir attaníossar Leníns og Stalíns, að njóta viðlíkra réttinda hérlendis líka,ágæti drengur ?
Skoðaðu söguna: í ögn betra samhengi Jón minn.
Þess utan - er Stjórnarskrá landsins marklaust plagg / síðan Haustið 2008 Jón Bjarni - hafi fram hjá þér farið, að nokkru.
Með - ekki síðri kveðjum, en öðrum og fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 17:14
Þversögnin er sú að Gústaf Níelsson er sammála múslimum hvað varðar samkynhneigð. Er þeim þó skrefi framar í mannréttindum samkynhneigðra að hann er aðeins mótfallinn hjónaböndum þeirra - á líffræðilegum forsendum.
Gústaf vill ekki kasta þeim fram af húsþökum eða hengja þá upp í tré á hálsinum.
Kolbrún Hilmars, 21.1.2015 kl. 17:32
Komið þið sæl - sem jafnan !
Kolbrún: fornvinkona mæt !
Sjálfum - blöskrar mér viðhorf Gústafs til samkynhneigðar, en ... ég veit ekki betur, en að ýmis trúarbrögð önnur fordæmi hana, þ.m.t. vinir mínir í Rétttrúnaðarkirjunni, flestir þeirra - þó ég sé þeim ósammála.
Múhameðskir - eru eins og hvert annað innrásarlið, í lendur ólíkra menningarsvæða / og eiga ALLS EKKERT erindi hingað til lands til búsetu,fremur en við, í þeirra löndum Kolbrún mín.
Megi þeir - héðan í friði fara, vitaskuld.
Ekki sæji ég okkur: mig og þig Kolbrún mín, fara að venja Múhameðska við okkar siðum og háttum, eða hvað ?
Tæpast.
Fyrir mér - er þetta viðlíka yfirgangs fólk í löndum annarra, sem Kommúnistar og Nazistar 20. aldarinnar, fonvinkoan góð.
Með sömu kveðjum - sem seinustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 17:41
fornvinkona: átti að standa þar.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 17:42
Óskar minn, í hverri nefnd ætti alltaf að vera einn "The Devils advokat".
Ekki verra að hann meini eitthvað með því og alveg burtséð frá því hvort við hin séum sammála eða ekki.
Í þá gömlu góðu þótti alltaf best að sem flest sjónarhorn væru til staðar, en núna virðist sem "einsjónarhorn" sé æskilegast. Fyrir hvern; ég bara spyr?
Kolbrún Hilmars, 21.1.2015 kl. 17:55
65. gr stjórnarskrárinnar segir:
"Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti."
Gústaf er ekki sammála þessu þegar kemur að þjóðernisuppruna, trúbragða og kynferðis - það er engin "skoðun" sem á að eiga heima í umræðu siðaðs ríkis að svona eigi þetta ekki að vera - Gústaf má finnast þetta heimskulegt ef hann svo kýs - en það að vera ósammála jafnréttishluta mannréttindarákvæða stjórnarskárinnar gerir hann einfaldlega fullkomlega óhæfan til þess að koma eitthvað að stjórnsýslu mannréttinda - það getur einfaldlega ekki verið eitthvað vafamál
Jón Bjarni, 21.1.2015 kl. 18:42
Greinilegt að menn eiga að passa sig að fylgja hjörðinni. Málfrelsið virkar bara þegar "vondar" skoðanir fá að heyrast líka.
Einu sinni var jörðin flöt!
Steinarr Kr. , 21.1.2015 kl. 21:30
Ég veit ekki betur en að Gústaf hafi haft og hafi enn fullt frelsi í fjölmiðlum og á mannfundum til þess að halda fram skoðunum sínum. Var meira að segja með eigin útvarpsþætti um árabil.
Síðan gerist það að Sveinbjörg Birna segist ekki hafa vitað um skoðanir hans í málum samkynhneigðra sem ganga í berhögg við stefnu Framsóknarflokksins.
Hvernig er hægt að tala um það sem "bannfæringu" og "skoðanakúgun" þegar í ljós kemur að fulltrúi flokks mun tala gegn stefnu flokksins í mikilsverðum málum og flokkurinn getur ekki sætt sig við það?
Hver hefði kúgað hvern ef ekki hefði mátt blaka við Gústafi heldur orðið að sæta því að hann héldi fram andstöðu við stefnu flokks síns í nefndinni?
Ómar Ragnarsson, 22.1.2015 kl. 00:27
Forvitnilegt að Páll V. komi Gústafi til bjargar. Það er ekkert launungarmál að Gústaf hefur skrifað andstyggilega um homma, lesbíur og múslima. Og kannski fleiri hópa. Páll Vilhjálmsson telur það dæmi um "rafræna múgsefjun" að það skuli vekja undrun og hneykslun að tilnefna þann mann í mannréttindaráð. Páli fannst greinilega ekkert athugavert við tilnefninguna. Honum er frjálst að hafa slíka skoðun og tjá hana. En ekki grenja Páll þó svo meirihluti þjóðarinnar sé ósammála þér og Gústaf og fordæmi þessa fordóma ykkar.
Skeggi Skaftason, 22.1.2015 kl. 08:57
Dr. Össur.
Hvaðan kemur þér sú viska að meirihluti þjóðarinnar sé Páli ósammála og fordæmi ? Sú skoðun byggist greinilega ekki á þeim akademísku reglum sem þú hefur vonandi orðið að leggja þig niður við þegar þú skrifaðir um kynlíf laxa á árum áður.
Hvað er andstyggilegt sem Gústaf hefur skrifað um samkynhneigða og múslima ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.1.2015 kl. 10:11
Herra Karl Sigurbjörnsson:
Mér sýnist nú á allri umræðu að afar fáir hafi stutt það að fá fordómapúkann Gústaf í mannréttindaráð og miklu fleiri hafi undrast og hneykslast. Skoðaðu bara fréttir og komment um málið, teldu lækin o.fl. Varðandi andstyggilegu ummælin bendi ég þér á að prófa að gúggla.
Skeggi Skaftason, 22.1.2015 kl. 11:24
Dr. Össur.
Ég hefi um áratuga skeið lesið skrif Gústafs sem og heyrt til hans jafnan þegar hann hefur komið fram í fjölmiðlum. Í þessum tilfellum hef ég ekki orðið var við „andstyggileg“ ummæli. Ljóst er samt að hann er ekkert að tala neina tæpitungu. Það velkjast fáir í vafa um skoðanir hans í hvaða málefni sem er, en þannig er þó háttað um marga, ekki síst stjórnmálamenn, að almenningur er ekkert alltaf með það á hreinu hverja skoðun eða álit þeir hafa á hinum ýmsu málefnum. Svo mjög tipla þeir í kring um málefnin og hvert álit þeirra er - eins og köttur í kring um heitan graut.
Þar sem Gústaf talar hreint út þá auðvitað eru margir sem ekki eru honunm sammála og geysast því fram á ritvöllinn. Í þeim skrifum sem þú vísar til dr. Össur þá er nú ekki alveg þversnið þjóðarinnar þar - ég segi nú eins og fyrrverandi formaður þinn og kollegi þetta er ekki þjóðin sem þar talar.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.1.2015 kl. 14:56
Hinn þögli meirihluti er einmitt það; þögull! Hann skilur hvergi eftir sig nein "læk". Hinn þögli meirihluti þolir andstæðar skoðanir. Einmitt þess vegna er hann þögull.
Við hin getum leikið okkur að því að telja "lækin" með eða móti málefninu, en samtals munu þau aldrei ná því að teljast meirihluti af neinu - hvað þá þjóðinni allri.
Kolbrún Hilmars, 22.1.2015 kl. 16:49
Kolbrún skrifar:
<i>Hinn þögli meirihluti er einmitt það; þögull! Hann skilur hvergi eftir sig nein "læk". Hinn þögli meirihluti þolir andstæðar skoðanir.</i>
Ég held að Kolbrún geti ekkert túlkað hvað hinum þögla meirihluta finnst um eitt eða annað. Klárlega getur ekkert fullyrt að "hinn þögli meirihluti" umberi fordóma, hvort heldur útí homma eða múslima, og skoðanir byggðar á fordómum.
Skeggi Skaftason, 23.1.2015 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.