Vinstrimenn vantreysta lýðræðinu

Tíu vinstriþingmenn leggja fram tillögu undir því yfirskini að auka hlutdeild almennings í lýðræðissamfélaginu. Tillagan er blekking enda ekki gert ráð fyrir aðkomu almennings heldur háskólafólks. Það kemur skýrast fram í því hverjir fá sæti í nefnd um tillögu vinstriþingmannanna, nái hún fram að ganga. 

 Í nefndinni eigi sæti, samkvæmt tilnefningu, fulltrúar skipaðir frá öllum þingflokkum á Alþingi, landskjörstjórn, forsætisráðuneyti og innanríkisráðuneyti, ásamt fulltrúum viðeigandi stofnana innan háskólasamfélagins, svo sem Siðfræðistofnunar, Félagsvísindastofnunar og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála. Kostnaður við störf nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði.

Embættismenn og háskólaborgar eiga sem sagt að kokka eitthvað lýðræðiskennt handa almenningi sem fær enga aðkomu að vinnu nefndarinnar.

Tillagan ber með sér að vinstrimenn á alþingi vantreysta fulltrúalýðræðinu og vilja auka völd embættismanna og háskólafólks á kostnað kjörinna fulltrúa þjóðarinnar.

 


mbl.is Vilja auka þátttöku almennings í ákvörðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Vinstrimönnum er tamt að bera "þjóðina" eða "almenning" fyrir sig. Þó er hvergi meiri fyrirlitningu að finna á alþýðunni en innan þessa hóps. Þar rís hæst vilji þeirra til að láta almenning a Íslandi borga Icesave.

Ragnhildur Kolka, 21.1.2015 kl. 10:33

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ójá gott að minnast þess sem oftast!  

Helga Kristjánsdóttir, 21.1.2015 kl. 11:05

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er bæði rangt og úrelt að tengja vilja til beins lýðræðis við vinstri eða hægri. Sem dæmi má nefna Styrmi Gunnarsson, þann "innvígða og innmúraða" fulltrúa á landsfundi Sjálfstæðismanna, sem er taldi stjórnlagaráð ganga allt of skammt í tillögum sínum. 

Eini óbreytanlegi þverpólítíski meirihlutinn á Alþngi er sá hópur þingmanna sem getur sest rólegur niður fyrir framan sjónvarpið á kosninganótt í trausti þess að þeir séu "í öruggum sætum." 

Slíkt er skrumskæling á fulltrúalýðræðinu. 

Ómar Ragnarsson, 21.1.2015 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband