Þriðjudagur, 20. janúar 2015
Dauð umsókn helsta von vinstrimanna
Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. gafst upp á ESB-ferlinu áramótin 2012/2013. Í kosningum þá um vorið fengu ESB-flokkarnir Samfylking og Björt framtíð samtals 21 prósent atkvæða (12,8 plús 8,2).
Úrslit þingkosninganna voru að þeir flokkar sem boðuðu afturköllun ESB-umsóknar og að Ísland væri betur komið utan ESB en innan fengu hreinan meirihluta.
Umsóknin sem vinstriflokkarnir lögðu til hliðar þegar þeir voru í meirihluta, 2009 til 2013, er orðin helsta von þeirra í pólitík árið 2015.
Pólitík vinstrimanna er að veifa fremur röngu tré en öngvu. Maður hálfpartinn vorkennir þeim.
Tillaga um slit innan fárra daga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.