Þriðjudagur, 20. janúar 2015
Veðjað á fall evrunnar
Evran mun falla að verðgildi í ár og fara mögulega niður fyrir bandaríkjadal að verðmæti, gangi spár eftir.
Útflutningsiðnaður Evrópu mun hagnast á rýrari evru, og til þess er leikurinn gerður. Á hinn bóginn er harla ólíklegt að hagvöxtur taki við sér á meginlandinu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lækkar hagvaxtarspá sína fyrir Evrópu og var ekki úr háum söðli að detta.
Verðfall evrunnar er ekki góðkynja heldur sjúkdómseinkenni á hagkerfi sem ekki sér til lands.
Hækkun á hlutabréfamörkuðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.