Ókeypis peningar bjarga ekki evrunni

Eftir fimm daga kjósa Grikkir þing sem vill ekki borga skuldir sínar. Eftir tvo daga tilkynnir Seðalbanki Evrópu um kaup á ríkisskuldabréfum upp á um 500 milljarða evra.

Grikkir vilja ekki borga skuldi sínar vegna þess að þeir standa ekki undir þeim. Seðlabanki Evrópu ætlar að búa til ókeypis peninga til að koma efnahagslífi meginlandsins í gang.

Geta þá ekki ókeypis peningar bjargað Grikkjum með skuldir sínar?

Nei, ókeypis peningar duga ekki til vegna þess að á evru-svæðinu ríkir verðhjöðnun. En það felur í sér að verð á vöru og þjónustu lækkar og skatttekjur dragast saman. Skuldir á hinn bóginn hækka sem hlutfall af þjóðarframleiðslu og því gengur verr að borga af þeim.

Evru-hagkerfið er í vítahring samdráttar og verðhjöðnunar með skuldaáþján sem ætlar allt lifandi að drepa. Og á Íslandi eru snillingar í Samfylkingunni sem vilja gera okkur aðila að þessu bandalagi uppdráttarsýkinnar.


mbl.is Varar Grikki við að borga ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband