Sunnudagur, 18. janúar 2015
Múslímaklerkur bannar snjókarl
Í héraðinu Tabuk í Saudi-Arabíu, nálægt landamærum Jórdaníu, snjóaði en það gerist ekki oft. Fjölskyldufaðir í héraðinu vildi vita hvort það samrýmdist múlímatrú að búa til snjókarl. Hann sneri sér til klerksins Mohammed Saleh al-Munadschid til að fá úrskurð þar um.
Úrskurðurinn, kallaður fatwa, var ótvíræður: það sammrýmist ekki trú múslíma að búa til snjókarl enda felur það í sér myndgerð manneskju og það samrýmist ekki trúnni. Úrskurðurinn var birtur á vefsíðu ætlaðri til að ráðleggja múslímum trúarlegt líferni.
Úrskurðurinn er þýskum blaðamanni Die Welt tilefni til að fjalla um trúarlega leiðsögn múslíma. Nánast hver sem er getur orðið múslímaklerkur enda enginn miðlægur aðili sem veitir trúarlega forystu, líkt og páfinn meðal kaþólikka og biskupar í lútherskum þjóðkirkjum.
Múslímaklerkar eru fyrirferðamiklir í ríkjum araba á kostnað annarra s.s. menntamanna og blaðamanna. Hófsöm öfl sem reyna að samhæfa trú og veraldarhyggju mega sín lítils gagnvart bókstafstrúnni.
Múslímar í araheiminum finna til vanmmáttar gagnvart öllu vestrænu og eru ginnkeyptir fyrir áróðri vopnaðra öfgasamtaka um heilagt stríð gegn vesturlöndum.
Trú sem bannar snjókarla en lofar hryðjuverk á ýmislegt óuppgert við sjálfa sig.
Al-Qaeda hvarf í skuggann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Páll - sem og aðrir gestir þínir !
Þessi klerk skratti sannar mínar ályktanir um: að þessi Múhameðski rumpulýður er aftar á merinni / en nokkurn tíma Steinaldarfólk hefir náð: að vera.
Þetta lið hérlendis, sem víðar: sem fylgir Kóran dellunni að málum / er bezt geymt þar heima hjá sér - þ.e.a.s., suður í Saúdí- Arabíu og nágrenni hennar.
Óforbetranlegur tossa- og heimskingja lýður, Páll minn.
Væagast sagt.
Með beztu kveðjum sem oftar - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.1.2015 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.