Laugardagur, 17. janúar 2015
Sviss fórnarlamb evrunnar; ESB í uppnámi
Kreppan á evrusvæðinu leiddi til þess að svissneski frankinn varð eftirsótt hæli fjármagnseigenda sem ekki treystu evrunni. Við það styrktist svissneski frankinn fram úr hófi og fjármálayfirvöld þar í landi gripu til þess ráðs að tengja frankann við evruna.
Svissneski seðlabankinn gafst upp á tengingunni við evru í vikunni. Í fjármálaheiminum er búist við stórfréttum af fundi Evrópska seðlabankans 22. jan þar sem verði tilkynnt um viðbrögð við verðhjöðnun í álfunni. Þrem dögum síðar kjósa Grikkir til þings með afleiðingum sem gætu leitt til brottreksturs Grikklands úr evru-samstarfinu.
Evran og framtíð gjaldmiðlasamstarfs evru-ríkjanna 19 er meginástæðan fyrir uppnámi svissneska frankans.
Evran, sem átti að vera aflvél Evrópusamrunans, er óðum að verða helsti veikleiki Evrópusambandsins. Andstæðir hagsmunir Norður- og Suður-Evrópu verða æ skýrari í evru-samstarfi. Suður-Evrópa þarf gengisfellinu evru upp á 20 til 40 prósent sem myndi þýða óásættanlegt verðbólguskot í Norður-Evrópu.
Á sama tíma og evru-samstarfi eykur ósætti innan ESB styrkir flóttamannavandinn, sem er tengdur hryðjuverkaógninni, stöðu þeirra pólitísku afla í Evrópu sem eru andstæð ESB. Viðskiptastríðið við Rússa vegna Úkraínu-deilunnar gerir illt verra.
Evrópusambandið sjálft er í uppnámi; evru-kreppan er aðeins birtingarmynd.
Seðlabanki Sviss harðlega gagnrýndur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.