Ólafur Ragnar kann og getur, Jón Gnarr er fyndinn

Ólafur Ragnar Grímsson er maðurinn sem bjargaði okkur frá Icesave-ánauðinni. Ólafur Ragnar talaði máli Íslands á alþjóðavettvangi þegar við vorum hrakyrt austan hafs og vestan og ekki var hlustað á aðra íslenska stjórnmálamenn.

Ólafur Ragnar er alvöru, Jón Gnarr er plat.


mbl.is Ólafur myndi tapa fyrir Jóni Gnarr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Gnarr kaus með Icesave-samningunum! Bara af Buchheit-samningnum værum við nú búin að borga um 75 MILLJARÐA króna m.v. aprílbyrjun þessa árs, allt í erlendum gjaldeyri, og meira myndi bætast við!!! –Sjá hér: http://samstadathjodar.123.is/page/32915 

Sjá þetta af vef Þjóðarheiðurs, samtaka gegn Icesave, 28. des. sl.: 

Er Jón Gnarr, sem kaus með Icesave-svikasamningi þvert gegn þjóðarhag, fær um að gegna æðsta embætti landsins?!

Gnarr var nógu kjánalega sannfærður um að hann ætti að kjósa með Icesave-svikasamningnum!

Reyndar minntu "rök" hans á "rök" Svavars Gestssonar, sem sagðist "ekki nenna þessu lengur" að halda áfram samningaviðræðum við Bretana (og gafst því upp og skrifaði upp á hrikalegar kröfurnar!). Hliðstætt hjá Gnarrinum sem lýsti því yfir að með því að segja JÁ við Icesave vildi hann „leggja mitt af mörkum til að binda enda á þennan ófrið og leiðindi.“ ---> http://www.dv.is/frettir/2011/4/9/jon-gnarr-segir-ja-vid-icesave/

Hver getur treyst svona veiklulegum málsvara fyrir þjóðarhag? 

Svo þóttist hann í viðtali í Vikulokunum á Rás 1 [27. des.] myndu verða "líklega meiri Vigdís heldur en Ólafur Ragnar." En Gnarr kysi einfaldlega að vera eins og ESB-sinninn Þóra Arnórsdóttir í starfi forseta, langtum fremur en eins og Ólafur Ragnar. Jón Gnarr kaus GEGN vilja þjóðarinnar í Icesave-málinu og GEGN lagalegum rétti hennar, sjá tengilinn hér ofar á viðtal við hann, þar sem hann sagði 9.4. 2011: „Ég ætla að segja Já,“ segir Jón Gnarr borgarstjóri á Facebook-síðu sinni í morgunsárið um afstöðu sína til Icesave-samningsins." (DV.is sama dag.) 

Sjá einnig:

Jón Gnarr og hans naívismi í utanríkis- og sjálfstæðismálum

Jón Valur Jensson, 15.1.2015 kl. 19:44

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki finnst mér Jón Gnarr vera sérstaklega fyndinn en aftur á móti hefur hann verið hlægilegur......

Jóhann Elíasson, 15.1.2015 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband