Sviss býst við hruni evru

Svissneski frankinn var aftengdur evrunni sökum þess að Svisslendingar búast við að evran hrynji í verðgildi þegar Seðlabanki Evrópu tekur til við að prenta peninga í því skyni að bjarga efnahagskerfi meginlandsins.

Seðlabanki Evrópu fékk grænt ljós frá Evrópudómstólnum um að grípa til aðgerða vegna efnahagskreppunnar sem lamar Evrópu. Niðurstaða dómstólsins er umdeild enda leiðir hún til þess að ríkissjóðir evru-ríkja verða fjármagnaðir með peningaprentun seðlabankans.

Þjóðverjar eru andvígir þeirri lausn sem ítalskur seðlabankastjóri beitir sér fyrir. Seðlabanki Evrópu er ekki með lýðræðislegt umboð að fjármagna eyðslu evru-ríkja, segir í Frankfurter Allgemeine Zeitung og að slík lausn brjóti í bága við grunnsáttmála Evrópusambandsins.

Evru-kreppan er óðum að verða að pólitískri kreppu Evrópusambandsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband