Týnda hægrið er aula hægrið - flytur Benedikt J. til útlanda?

Benedikt Jóhannesson er ESB-sinni sem hrökklaðist úr Sjálfstæðisflokknum og ætlar að stofna flokk með því framtíðarnafni ,,Viðreisn". Skýrsla samin fyrir Benedikt fær umfjöllun í samfylkingarútgáfunni Kjarnanum undir fyrirsögninni Týnda hægrið með þessari skilgreiningu

einn hópur sem finnur sér hvergi heimili í því þjóðfélagi sem er í þróun hér á landi og það eru hófsamir hægri menn og allt að því jafnaðarmenn – „týnda hægrið.“

Hæfilegra nafn á þennan hóp er aula hægrið sem ekki getur gert upp á milli þess að kjósa Sjálfstæðisflokk, Samfylkingu eða Bjarta framtíð.

Sérstaklega fyndið atriði í skýrslunni, sem huldufyrirtækið Verdicta er skráð fyrir, er hótun um landflótta tvístígandi miðaldra fólks.

Þá segir að þessi hópur fólks íhugi í auknum mæli að flytjast af landi brott, því þeim finnist margt í stjórnun landsins andstætt þeirra grunngildum um hvernig landið eigi að þróast.

Þvílíkur missir það yrði fyrir okkur að miðaldra fólk í leit að lífsfyllingu skuli hverfa af landi brott. Við sofnum ekki vært í nótt með þessa ógn yfir okkur. Og hvaða land ætli sé framtíðarland íslenska aula hægrisins?

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það segir þú satt kæri Páll !

Ég mun ekki sofa rótt vegna þessa á næstunni - líklega missa mikinn svefn.

En farið hefur fé betra ef af verður að þessir villuráfandi sauðir flytjist í ESB-sæluna.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.1.2015 kl. 21:02

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég er kannski með aulahúmor, en mér fannst þetta fyndið hjá ykkur, félagar laughing

En ef það er ekki pláss fyrir miðaldra sjálfstæðisfólk í leit að lífsfyllingu í Óskalandi Páls og Predikarans er ekki skilgreiningin á landinu orðin svolítið þröng? 

Wilhelm Emilsson, 14.1.2015 kl. 21:36

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það fer eins fyrir Þeim sem hóta síendurtekið og drengnum sem hrópaði "úlfur, úlfur". Að endingu hlustar enginn. 

Það væri meiri mannsbragur að því að framkvæma en væla þetta í sífellu.

Ragnhildur Kolka, 14.1.2015 kl. 22:54

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Benedikt hlýtur að fara til Þýskalands eða einhvers annars ESB-ríkis.Það hang allir aðrir en Þjóðverjar á horriminni í ESB "sælunni" svo Benni rugl hlýtur að fara til Þýskalands......

Jóhann Elíasson, 14.1.2015 kl. 22:58

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Mikið væri nú gott ef umræðan þróaðist aðeins frá því "að taka menn niður" og yfir í það að ræða málefnin með rökum. Það getur hver sem er stundað skítkast, en það að kasta skít í einhvern sem kastaði skít í þig, gerir umræðuna skítlega og að lokum ómarktæka eða öfgafulla, í besta falli. Þess lags þras gagnast engum og endar með tómri vitleysu.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 15.1.2015 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband