Ísland hf.

Læknar fengu launakröfum sínum framgengt sökum sterkrar stöðu, þeir geta jú ráðið sig til Noregs og Svíþjóð (þótt laun þar hafi lækkað um 10% sl. ár) og stuðningi frá stjórnarandstöðu og fjölmiðlum sem létu eins og náttúruhörmungar stæðu fyrir dyrum.

Ísland hf. hefur ekki efni á 30% launahækkun á línuna. Verkefni ríkisstjórnarinnar er að leiða almenningi fyrir sjónir að engar viðlíka hækkanir eru í boði fyrir aðrar starfsstéttir.

En jafn augljóst er að án nokkurra kjarasamninga á almennum vinnumarkaði verða þar launahækkanir. Það er vegna þess að á Íslandi er ekkert atvinnuleysi og eftirspurn eftir fólki. Við getum þakkað krónunni og fullveldinu þá ánægjulegu stöðu mála.

Skammtímasamningar, þar sem læknasamningar verða vegnar og metnir í yfirvegun annars vegar og hins vegar almenn þróun efnahagskerfisins, eru skynsamlegasta niðurstaðan í vetur.


mbl.is Myndi valda kollsteypu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Hressilegar launahækkanir myndu grisja fyrirtækjastabbann til hagsbóta fyrir vel rekin fyrirtæki. Það er ekki alltaf hægt að taka lægsta samnefnarann og setja það sem viðmið.

Eggert Sigurbergsson, 14.1.2015 kl. 07:19

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Á einu ári hefur NOK fallið (og þar með launin) um 12,3%, þessa vegna ná 30% hækkanir lækna að "brúa bilið".

Hvort við höfum efni á hækkunum... Nei.

Stöðugleikanum er nú ógnað af ríkinu og þeirra starfsmönnum enda skiptir litlu máli hvað þeir hækka, það kemur að litlu leyti til vöruverðs, þ.e.a..s. það gerist "aðeins" via hækkanir á gjaldskrám, þ.e.a.s. beinum eða óbeinum sköttum.

Almenningur þarf svo að takast á við vandamálið enda er þörf markaðarins til hækkanna um 30% af launahækkunum svona flatt yfir. 

Það sem hefur aftur á móti gerst í sögunni er að um 75-77% hækkanna hafa lent í verðlagi sem er hrein klikkun enda óskaplega fátt fyrirtækja með það hlutfall í launum.

Óskar Guðmundsson, 14.1.2015 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband