Þriðjudagur, 13. janúar 2015
Þjóðfundur um launamál
Hvað eru sanngjörn laun? Hvernig á að meta menntun til launa? Hvernig á að meta reynslu til launa? Á að meta það til launa að ungt fólk er með þyngri greiðslubyrði (börn og húsnæði) en eldra fólk?
Ofangreindar spurningar og margar fleiri ætti að ræða á þjóðfundi um launamál.
Eflaust yrði ekki ein niðurstaða af slíkum fundi heldur margar. En orð eru til alls fyrst og löngu tímabært að við eigum sem samfélag ítarlegt samtal um laun.
Hvað halda menn að gerist núna? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góð ábending. Hef lauslega verið að bera saman launastigann hér og í Noregi. Fyrsta niðurstaða bendir til þess að munur milli launa faglærðra og ófaglærðra er miklu minni þar en hér. sem .ýðir að áherslan á að vera að hækka lægstu launin á kostnað hærri launa. Atvinnurekendur eru ekki á sama máli en ég bendi á að þegar svona mikill munur er verður tilhneiging hjá atvinnurekendum að ráða ófaglærða í störfin í stað fagfólks. Þetta kostar minna en langtíma afleyðing verður sú að hæfni fyrirtækjanna minnkar. Þessvegna tel ég að um skammsýni sé að ræða.
Jósef Smári Ásmundsson, 13.1.2015 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.