Mánudagur, 12. janúar 2015
Skoðanaáhlaup: taka mann og annan niður
Í krafti netsins eiga fleiri tækifæri að tjá sig milliliðalaust við almenning en nokkru sinni fyrr. Stóraukinn fjöldi bloggsvæða og umræðuvefja leiðir til breiðari umræðu og fjölskrúðugri sjónarmiða, - eða svo skyldi ætla.
Samhliða vexti netmiðla er orðin áberandi önnur þróun sem miðar fremur að einsleitni en fjölbreytni; áróðri fremur en upplýsingu; upphrópunum fremur en umræðu.
Skoðanaáhlaup er þegar fundið er skotmark, sem getur verið einstaklingur, félag, fyrirtæki eða stofnun, og liði bloggara, netmiðla og fjölmiðla er stefnt á skotmarkið. Einatt er tilgangurinn ekki að skiptast á skoðunum eða bregða ljósi á málefni eða draga fram valkosti heldur að ,,taka einhvern niður."
Skoðanaáhlaup eru hönnuð í sama skilningi og múgsefjun. Einhverjir ríða á vaðið, hrópa slagorð og gerast vígólmir. Áhlaupsfólkið er ekki alltaf það sama en kemur gjarnan úr hópi sem er pólitískur og býr yfir kunnáttu í fjölmiðlun. Ef vel tekst til renna fleiri á bragðið líkt og hýenur og úr verður fullveðja skoðanaáhlaup.
Í stjórnmálum eru skoðanaáhlaup áhrifarík leið að berja á andstæðingum. En það verður seint sagt að skoðanaáhlaup bæti umræðumenninguna eða lýðræðið.
Spyr hvort tjáningafrelsið sé bara fyrir réttar skoðanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér finnst þetta bara frábær útskýring hjá þér.
Tryggvi Helgason, 13.1.2015 kl. 00:58
Þú þekkir þetta ágætlega Páll... það sést á blogginu þínu ;-)
Jón Ingi Cæsarsson, 13.1.2015 kl. 18:09
Góður pistill. Finnst t.d. ömurlegt hvernig orð Ásmundar Friðrikssonaar hafa verið færð út á versta veg og maðurinn kallaður fífl og þaðan af miklu verri nöfnum. Stór hjörð af hýenum umkringja hann.
Andúðin á Friðriki var greinilega byrjuð áður en hann missti út úr sé eina vanhugsaða setningu. Ef hann hefði orðað hana örlítið öðruvísi, t.d. spurt hvort kannaður sé bakgrunnur fólks sem hingað kemur frá svæðum þar sem hryðjuverk eru algeng og ekki nefnt múslima á nafn.
"Múslimi" er lykilatriði, það má ekki orði halla á þá öðruvísi en að vera sakaður um heimsku, fordóma og rasisma.
Fyrir þennann bloggara hafa orð Ásmundar verið sem lottóvinningur: http://sandkassinn.com/furdumennid-asmundur-fridriksson/
Gér er sláandi fróðleikur um múslima í heiminu, úr skýrslu PEW Research forum :
http://gthg.blog.is/blog/gthg/entry/1582417/
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.1.2015 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.