Mánudagur, 12. janúar 2015
Ímynduð og sönn múslímavædd Evrópa
Vel innan við tíundi hver íbúi Evrópu er múslími. Á hinn bóginn fjölgar þeim hratt. Árið 1990 voru tíu milljónir múslíma í Evrópu en 20 árum seinna voru þeir orðnir 17 milljónir.
Tæpur þriðjungur íbúa Birmingham er múslímskur á meðan hlutfall múslíma er í öllu Bretlandi er innan við fimm prósent.
Múslímar í Evrópu samtímans eru flestir þangað komnir eftir seinna stríð þegar skortur var á vinnuafli. Nú skortir Evrópu ekki vinnuafl lengur, atvinnuleysi er þar viðvarandi um tíu prósent og upp úr. Verulegur skortur er á barnsfæðingum sem mun leiða til hnignunar evrópskra samfélag - ef ekkert verður að gert. Reynslan sýnir að múslímar eru duglegri að fjölga sér en ekki-múslímar í Evrópu.
Saga múslíma í Mið-Austurlöndum og Evrópu er samtvinnuð frá miðöldum, þegar Múhameð spámaður hleypti af stokkunum eingyðistrú í samkeppni við kristni. Á tímum krossferðanna tóku kristnir víglínu trúarbragðanna til Landsins helga. Í dag er enn barist fyrir botni Miðjarðarhafs með trúarlegri réttlætingu.
Evrópumenn aftrúuðust eftir frönsku byltinguna fyrir meira en 200 árum og standa nokkuð ráðþrota gagnvart múslímum sem halda í þá fyrnsku að trú skuli miðlæg í opinberu lífi.
Er Evrópa múslímavædd? Svarið er bæði já og nei, fer eftir sjónarhorni.
Birmingham alfarið múslímsk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég veit ekki til þess að múslimar séu komnir í meirihluta í heilu bæjarfélögunum en þeir eru það í ákveðnum hverfum víða um Evrópu. Getur googlað "no go zones" og lesið um þau. Í Svíþjóði eru þau 55 talsins samkvæmt sænsku lögreglunni. Á þessum svæðum er dreift merkimiðum sem segja til um að Sharia lögum sé framfylgt, fólk megi t.d. ekki drekka áfengi eða halda tónleika og konur verða að hylja hárið (þær sem gera það ekki eru áreittar, sama hvort þær eru múslimar eða ekki).
http://media.2oceansvibe.com/wp-content/uploads/2011/07/shariah-3.jpg
Skoðanakannanir benda svo til þess að öfgarviðhorf séu nokkuð algeng. 1/3 Breskra múslima finnst það vera í lagi að drepa fyrir trúnna og 40% vilja Sharia lög.
Hallgeir Ellýjarson, 12.1.2015 kl. 14:07
Mjög skapandi tölfræði í gangi hér. Rúmur fjórðungur (26,9%) verður hjá Páli "tæpur þriðjungur" en í heimildinni sem er vísað í í Wikipedia-færslunni er hlutfallið sagt vera rúmur fimmtungur (21,8%). Ef Páll heldur áfram að tala um þetta verður hlutfallið líklega komið á annað hundrað prósent innan tíðar.
Tryggvi Thayer, 12.1.2015 kl. 14:53
Þetta er fróðlegt frá Hallgeiri sem virðist vel upplýstur. Svo munu þessir hlutir ekki standa í stað, heldur sífellt aukast hlutur múslima, sem tímgast meira en innfæddir Svíar, og alltaf bætist líka við af fólki frá Afríku og Asíu. Á þessu ári er gert ráð fyrir rúmlega 100.000 innflytjendum til landsins, úr öllum heimshornum, en mest frá Evrópu og Sýrlandi.
Jón Valur Jensson, 12.1.2015 kl. 14:56
+8
Former French President Nicolas Sarkozy and his wife Carla Bruni joined Francois Hollande yesterday
Read more: http://www.dailymail.co.uk/news/article-2906456/Former-French-president-Nicolas-Sarkozy-says-immigration-not-linked-terrorism-complicates-things.html#ixzz3OcUtZPk2
En ummæli þessa fyrrverandi og kannski næsta Frakklandsforseta vekja líka athygli (leturbr. jvj):
Mr Sarkozy said: 'The question of immigration will be the subject of an extremely deep debate because we cannot continue like this.
'Immigration, which we have such problems coping with, creates the problem of integration, which creates communitarianism, where people identify with their own community.
'And people like those who carried out the attacks which killed 17 people last week can conceal themselves within this communitarianism.'
Athyglisvert.
Jón Valur Jensson, 12.1.2015 kl. 15:08
Hollande fór sömu leið og Obama og fleiri leiðtogar hafa farið og talaði um að árásin "hefði ekkert með islam að gera". Þetta er ekkert annað en afneitun á háu stigi.
Hallgeir Ellýjarson, 12.1.2015 kl. 15:19
Sammála þér, Hallgeir.
Jón Valur Jensson, 12.1.2015 kl. 15:23
Orðið sannleikur kom fyrir í upphafi þessa erindis. Sannleikurinn er að einginn ykkar talar um að lögreglumaðurinn sem tapaði lífinu við að verja blaðamennina og frelsið var Múslimi. Þegar menn nota einföldun verður málið mjög einfalt, dregið af orðinu einfeldingur í þessu tilfelli. Þið mintust heldur ekki einu orði á Unga manninn frá afiríku sem bjargaði fjölda manns með því að fela þá inni í fristi og klifraði út baka til og hjálpaði lögreglunni til að komast inn og bjarga fleirum. Já hann var meðal annars múslimi líka. og það voru mest Giðingar sem hann bjargaði. Þegar hálvitarnir heita Brevik þá er það allt í lagi en þegar hálvitin heitir Alí eða Muhamed þá er það allt í einu ekki lengur sami hálvita hátturinn. Þannig er að ég hef ferðast víða og komið og dvalið í þremur múslima löndum. Ég hef heimsótt heimili í þessum löndum með vinum mínum og mín niðurstaða er sú að þessir hávitar sem frömdu þennan hroðalega glæp sé afsprengi Evrópu. Afsprengi mismununar og fólks sem ekki kunni að koma fram af kurteisi og virðingu við ungt fólk. Ég hef ekki orðið var við þetta vandamál á ferðum mínum í t.d. Maraco eða Malasíu. Þar hafa allir komið fram af virðingu við mig. Ég legg til að þið ferðist. Mæli með að fara til Idnónesíu og skoða Lombok eða dvelja í litlum bæ sem heitir LaRache í Maraco. Þetta er fiskimanna bær þar sem venjulegt fólk býr. Ég veit að þið munuð koma með nýtt og betra álit á fólki almennt til baka. Hafið svo yndislegan og góðan dag. M.
Matthildur Jóhannsdóttir, 13.1.2015 kl. 02:13
Matthildur, það er enginn hér að réttlæta gjörðir Breiviks. Hvar hefurðu séð þetta? staðhæfing þín um það að morðingjarnir séu afsprengi evrópskrar mismununar er röng, ekkert sem styður hana.
Þorgeir Ragnarsson, 13.1.2015 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.