Mánudagur, 12. janúar 2015
Sigmundur Davíð daðrar ekki við fasisma
Einn fárra Íslendinga sem var í Frakklandi og ræddi við þarlenda um Parísaródæðið er Haraldur Sigurðarson eldfjallafræðingur. Honum segist svo frá:
Eins og kunnugt er, þá voru öfgamennirnir, sem unnu hryðjuverkin í París í síðustu viku allir á skrá hjá lögreglu, bæði í Frakklandi og í Bandaríkjunum, sem vafasamir einstaklingar. Þeim hefið til dæmis aldrei verið hleypt inn til Bandaríkjanna. Fangelsun án laga og réttar er auðvitað eitt af fyrstu skrefum til fasisma, en margir Frakkar líta ekki á það sem stórt vandamál. Þeir vilja að ríkið geri eitthvað róttækt í málinu, til að forðast slíka atburði í framtíðinni.
Á meðan Frakkland daðrar við fasisma vegna múslímskra öfgamanna er skiljanlegt að leiðtogar Evrópuríkja sem glíma við sambærilegt vandamál flykkist til Frakklands að fá línuna.
Ísland á hinn bóginn notar fullveldi sitt til að stöðva ógnina af múslímum við landamærin. Forsætisráðherra Íslands þarf ekki að daðra við fasisma.
Þekktist ekki boð Frakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í alvöru, Páll?
En þetta er ástæðan fyrir því að ég er dyggur lesandi. Maður heldur að þú getir ekki komið manni á óvart lengur, en þér tekst það sífellt :)
Ég tek það fram að þótt ég sé hvorki aðdáandi Sigmundar Davíðs né Framóknarflokksins í núverandi mynd--ég er laumuaðdáandi Jónasar frá Hriflu--þá finnst mér tal um að Sigmundur Davíð og Framsóknarflokkurinn daðri við fasisma ósannfærandi.
Wilhelm Emilsson, 12.1.2015 kl. 07:11
Hér er merkilegur listi um hryðjuverk múslima síðan 11. september árásirnar á tvíburaturnana - allt í nafni friðsömu trúarinnar eins og mönnum er tamt að lýsa trú Múhameðs :
http://www.thereligionofpeace.com/pages/christianattacks.htm
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.1.2015 kl. 07:53
Nú væri ágætt að fá það staðfest frá forsætisráðherra sjálfum að það hafi verið meðvituð notkun á fullveldi Íslands að láta ekki sjá sig í París og að tilgangurinn með fjarvistinni hafi verið að "daðra ekki við fasisma" eins og 60 aðrir þjóðarleiðtogar og fullrúar annarra þjóða hafi gert með því að taka þátt í göngunni.
Ómar Ragnarsson, 12.1.2015 kl. 08:19
Það er varla þess virði, Ómar minn, að leggja orð í belg um svona rugl.
Eiður Svanberg Guðnason, 12.1.2015 kl. 10:09
Mun sitjandi ríkisstjórn stöðva framgöngu múslima hér á landi (Eins og væri heppilegast)
eða
skaffa þeim lóð?
http://www.t24.is/?p=5993
Jón Þórhallsson, 12.1.2015 kl. 10:12
,,Þeir þjóðarleiðtogar sem tóku þátt í göngunni voru Francois Hollande, Frakklandsforseti, Angela Merkel, kanslari Þýskalands, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu og Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar.
Utanríkisráðherrar Rússlands, Austurríkis, Alsír, Ísrael, Sameinuðu Arabísku furstadæmanna og Bahrein mættu
Loks má nefna Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Martin Schulz, forseta Evrópuþingsins og Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins."
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.1.2015 kl. 11:15
Ég er búinn að lesa þetta innlegg þrisvar, og skil ennþá ekki hvað Páll er að reyna að segja.
Jón Ragnarsson, 12.1.2015 kl. 12:46
Er menn með á hreinu hvað fasismi er? Nú skv. visindavefnum er fasismi: "Fasismi er heiti á alræðistefnu í stjórnmálum sem byggir á andstöðu við lýðræði og einstaklingsfrelsi." Sé ekki hvað hryðjuverk í París og samstöðuganga gegn mismunun og hryðjuverkum hefur nokkuð að gera með fasisma! Og hvaða bull er þetta með landamærin hjá okkur? Við bönnum ekki múslimum að flytja hingað ef þeir eru fæddir og uppaldir í Evrópu og er ekki viss um að þeir séu spurðir um trúarskoðun ef þeir sækja um búsetu og atvinnuleyfi ef þeir koma utan Evrópu. Skárra væri það nú. Hér er trúfrelsi.
Magnús Helgi Björgvinsson, 12.1.2015 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.