Sunnudagur, 11. janúar 2015
Fréttin um múslímska bjargvættinn
Í umræðunni um herskáa múslíma sem myrða saklaust fólk er nauðsynlegt að hafa í huga að þorri múslíma tekur ekki þátt í ofbeldi og jafnvel leggur sig fram um að bjarga fórnarlömbum morðingjanna.
Viðtengd frétt dregur fram hlut múslíma sem bjargaði gyðingum úr klóm múslímsks öfgamanns.
,,Múslími bjargar gyðingum" væri viðeigandi fyrirsögn enda væri áherslan þar á andstæður samtímis sem kjarni málsins kæmi fram í fyrirsögn.
,,Faldi fólk í fyrsti verslunarinnar" er bæði ofstuðluð fyrirsögn og drepur á dreif kjarna málsins; aukaatriði er hvar fólkið var falið, aðalatriðið að því var bjargað og hver bjargvætturinn var.
Faldi fólk í frysti verslunarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tók sérstaklega eftir hvað drengurinn hafði fallegan svip,augun geisluðu af mannúð,en e.t.v. var ég svo snortin,en akkurat þá sér maður það fegursta.
Helga Kristjánsdóttir, 11.1.2015 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.