Pólitískar lygasögur fá trúverðugleika vegna Ólafs Ragnars

Gróa á Leiti fær nýtt líf í kosningabaráttu. Allskyns flökkusögur fara á stjá um pólitískt makk. Pétur Gunnarsson segir eina á síðunni sinni um meintan einkafund Steingríms J. og Geirs Haarde. Pétur veit ekki hvað þeim fór á milli en gerir því skóna að Steingrímur hafði beðið um stjórnarsamstarf vinstri grænna og sjálfstæðsimanna.

Það sem er ótrúlegt við söguna er að Steingrímur færi tæplega svona snemma til Geirs. Það á margt eftri að gerast fyrir kosningar og Steingrímur er sjóaðri en svo að hann færi á þessum tímapunkti að leita ásjár hjá formanni Sjálfstæðisflokksins.

Sagan um fund formannanna fær hins vegar á sig blæ trúverðugleika vegna þess að eitt sameinar þá Steingrím og Geir. Þeir vilja hvorugir eiga það undir forseta lýðveldisins hvernig stjórnarmyndunarviðræður þróast eftir kosningar.

Ólafi Ragnari klæjar í puttana að taka þátt í pólitískum hráskinnaleik, kalla formenn flokkana á sinn fund og útdeila stjórnarmyndunarumboði af náð og miskunn.

Þeir sem þekkja Ólaf Ragnar frá fyrri tíð hafa lítinn áhuga að hleypa honum að pólitíska ferlinu eftir kosningar. Eina leiðin til þess er að komast að samkomulagi um ríkisstjórn fyrir kjördag.

Þess vegna verða ríkisstjórnarmódel smíðuð fyrir kosningar, svona tvö til þrjú.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Páll

En ef það er nú satt að þeir hafi átt fund? Er verjandi að hafa ekki rabbað saman til þess einmitt að koma í veg fyrir afskipti Forseta Íslands af stjórnarmyndun?

Með góðri kveðju,

Róbert Trausti Árnason

Róbert Trausti Árnason (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 08:12

2 identicon

Páll, það er ahthyglisvert hvering þið sfjálfstæðismennirnir bregðsit við styrkleika forsetans. Sjálfstæðisflokkurinn er búin að vera svo lengi við völd og er komin með svo mikla einræðis tilburði að það er ráðist með fullu afli á allt sem getur hugsanlega staðið í vegi fyrir einræði hans.

Fyrsta skrefið til að laga þessa einræðistilburði sjálfstæðismanna er að koma þeim úr ríkisstjórn

gunni (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 10:23

3 identicon

Ósköp eiga þeir bágt sem eru svo litlir af sjálfum sér að þeir reyna ævinlega að hnubba í þá sem búa að einhverri stærð umfram aðra. Þetta er mest áberandi í dag í viðhorfum sjálfstæðismanna til forsetans. Reynið bara að sætta ykkur við þetta. Stærðina gefur enginn sér sjálfur fremur en aðra eiginleika. Þið getið áreiðanlega unnið úr ykkar vanburðum ef þið keppið ötullega að auknum þroska.

Með vinarkveðju!

Árni Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 11:59

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Árni Gunnarsson:
Á það sama þá ekki við um það þegar vinstrimenn væla yfir stærð Sjálfstæðisflokksins? Og alveg sér í lagi ófáir í Samfylkingunni?

Og stærð Ólafs Ragnars? Hvaða stærð er það nákvæmlega?

Hjörtur J. Guðmundsson, 26.3.2007 kl. 13:45

5 identicon

Stærð Ólafs Ragnars?.  Er sú stærð ekki mælanleg í þeim kosningum sem hann hefur verið í kjöri til Forseta Íslands?.  Þar er hægt að mæla, er það ekki annars Hjörtur? 

Reynir Stefánsson 270366-3259 (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 14:00

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Er einhver þörf á að vera að draga forseta íslands inn í þetta blogg eða umræðurnar yfirleitt, allvega eins og staðan er? spyr sá sem ekkert veit.

Sigfús Sigurþórsson., 26.3.2007 kl. 14:02

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þótt ég hafi enga trú á að þessi fundur hafi átt sér stað, þá er ég því miður gersamlega sammála því að það er ekki hægt að átta sig á því hvaða leik Ólafur Ragnar mun leika eftir kosningar. Ég hef að vísu reynt að láta hann njóta vafans í mínum skrifum, en þar er meiri von eð vissa á ferðinni. Þannig að ef fundur af þessu tagi ætti sér stað (í framtíðinni) þá yrði það væntanlega mótleikur vegna óvissu um forsetann.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.3.2007 kl. 20:05

8 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Reynir Stefánsson:
Ok, skoðum síðustu forsetakosningar þar sem hann fékk innan við helming atkvæða þeirra sem höfðu fyrir því að mæta á kjörstað jafnvel þó samkeppnin hafi verið lítil sem engin og hann sitjandi forseti.

Hjörtur J. Guðmundsson, 26.3.2007 kl. 21:53

9 identicon

Það verða margar sætar stelpur á lausu eftir kosningaballið í vor og engin ástæða til að blanda Ólafi Ragnari í þann leik. Formaður Sjálfstæðisflokksins mun geta valið úr "þokkagyðjunum" og lausgirtar munu þær einhverjar vera á prinsippunum ef að líkum lætur. Reynslan ætti að vera búin að kenna fólki að óheppilegt er að stjórna landinu með Sjálfstæðisflokkinn utanborðs.

Gústaf Níelsson (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 00:37

10 identicon

Merkilegt Pall ad thu hafir ekki fjallad jafiniterlega um samrad oiufelaganna.theira samrad sem er documetat i morgum vidtolum vid fjorstoranna adur en malid kom upp.Samkvaemt domsurskurdi bar enginn af theim personuea abyrgd af gjrdum undimanna tho fjorstjoranranr baru abyrg arlega thegar bonusar voru greidir.  Baugarmalidr til leagra matsoluverds a medan forstjorar oliufelaganna ologlega sammaelast um samrad sem leidir til samrads og haekkun oiuverds??

karl steinthorsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband