Fimmtudagur, 8. janúar 2015
Peningar úr þyrlu til bjargar evru?
Evru-svæðið er frosið í verðhjöðnun og stórfelldu atvinnuleysi. Eina leiðin til að gangsetja efnahagskerf evru-ríkjanna 19 er að dreifa peningunum til almennings, ef ekki úr þyrlu af himnum ofan þá með því að senda hverjum og einum íbúa svæðisins ávísun upp á 500 til 3000 evrur (um 77 þús til 460 þús.ísl. krónur).
Nei, ekki er ekki vísindaskáldsaga heldur endursögn úr frétt Der Spiegel þar sem fjallað er um ógöngur evru-svæðisins. Peningagjafir til almennings eiga að koma efnahagskerfinu í gang þegar fullreynt er að bankakerfi evru-svæðisins er láni peninga, jafnvel þótt þeir fáist á núllvöxtum frá seðlabank evrunnar í Frankfurt.
Hugmyndin um peninga úr þyrlu er ættuð frá bandaríska frjálshyggjumanninum Milton Friedman. Þegar tæknikratar í Brussel og Frankfurt daðra við hagpólitík Friedman er öllum ljóst að evru-samstarfið er komið að fótum fram.
43,9% ítalskra ungmenna án vinnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Talandi um Milton Friedman. Hér er brot úr minningarbroti um hann eftir Hannes Hólmstein Gissurarson:
„Ég bætti við, að heimsókn hans til Íslands 1984 hefði skipt verulegu máli. Hann hefði haft áhrif á mikilhæfa stjórnmálamenn eins og Davíð Oddsson, Friðrik Sophusson, Þorstein Pálsson, Geir H. Haarde og Björn Bjarnason, sem hefðu beitt sér fyrir þessum umbótum [byggða á frjálshyggjuhugmyndum Friedmans]. Friedman var hinn ánægðasti, en sagði: „Það er enn verk að vinna. Sósíalisminn tapaði, en kapítalisminn sigraði ekki."
Heimild: http://www.academia.edu/7479053/Minningabrot_um_Milton_Friedman
Wilhelm Emilsson, 8.1.2015 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.