Barnakennarinn og sögukennarinn

Ragnar Þór Pétursson flæmdist úr starfi sem barnakennari. Að hans eigin sögn var ástæðan sú að hann hafði rangar skoðanir á þjóðfélagsmálum og birti þær opinberlega.

Það fer ekki vel á því að maður með ferilsskrá Ragnars Þórs vegi að starfsheiðri annarra kennara vegna þess að þeir hafa í frammi skoðanir sem Ragnari Þór þóknast ekki.

Í einkaveröld Ragnars Þórs er það kannski svo að burtflæmdur barnakennari sé þess umkominn að dæma aðra kennara óverðuga. Einkaveröld Ragnars Þórs er vitanlega hans einkamál. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

 Ég held að ég taki hér meira mark á sögukennaranum sem skilur að 1000 ára ríkið Ísland er grundvallað á áliti Þorgeirs Ljósvetningagoða, um að farsælast væri fyrir Íslendinga að hafa einn sið fyrir eina þjóð. Var hann þó heiðinn maður. Ef það er einsleitni þá er fjölmenningin byggð á sundurleitni sem heggur að rótum þjóðríkisins.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.1.2015 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband