Fimmtudagur, 8. janúar 2015
Barnakennarinn og sögukennarinn
Ragnar Þór Pétursson flæmdist úr starfi sem barnakennari. Að hans eigin sögn var ástæðan sú að hann hafði rangar skoðanir á þjóðfélagsmálum og birti þær opinberlega.
Það fer ekki vel á því að maður með ferilsskrá Ragnars Þórs vegi að starfsheiðri annarra kennara vegna þess að þeir hafa í frammi skoðanir sem Ragnari Þór þóknast ekki.
Í einkaveröld Ragnars Þórs er það kannski svo að burtflæmdur barnakennari sé þess umkominn að dæma aðra kennara óverðuga. Einkaveröld Ragnars Þórs er vitanlega hans einkamál.
Athugasemdir
Ég held að ég taki hér meira mark á sögukennaranum sem skilur að 1000 ára ríkið Ísland er grundvallað á áliti Þorgeirs Ljósvetningagoða, um að farsælast væri fyrir Íslendinga að hafa einn sið fyrir eina þjóð. Var hann þó heiðinn maður. Ef það er einsleitni þá er fjölmenningin byggð á sundurleitni sem heggur að rótum þjóðríkisins.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.1.2015 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.