Evrópskar öfgar á Íslandi, ekki bandarískar

Stórsigur Framsóknarflokksins í Reykjavík í vor er útskýrður þannig að flokkurinn lagðist gegn byggingu mosku í þjóðbraut. Vinstriflokkarnir brjáluðust út í Framsóknarflokkinn vegna málsins og freistuðu þess að útiloka lýðræðislega kjörna fulltrúa frá stjórnkerfi borgarinnar.

Að mati Samfylkingar, Vg, Bjartar framtíðar og Pírata voru borgarfulltrúar Framsóknarflokksins með of rangar skoðanir á múhameðstrú til að þeir mættu eiga aðgang að stjórnkerfi borgarinnar í hlutfalli við kjörfylgi.

Deilur um afstöðuna til íslam eru mál málanna í Evrópu. Bók Houellenbecq í Frakklandi er eitt dæmi og PEGIDA-mótmælin í Þýskalandi er annað. PEGIDA-mótmælin sundra Þýskalandi, segir einn fjömliðill. Spiegel segir að kristilegir demókratar, flokkur Merkel kanslara, óttist að missa kjósendur AfD-flokksins ef stjórnvöld taka of gagnrýna afstöðu til PEGIDA.

Þýskir fjölmiðlar birta lista sem sýna að á eftir Norður-Kóreu fara múslímaríki, einkum í arabalöndum, hvað verst með kristna.

Sigur Framsóknarflokksins í Reykjavík í vor, PEGIDA-mótmælin í Þýskalandi og múslímaumræðan í Frakklandi eru angi uppgjörs menningarheima, innan Evrópu annars vegar og hins vegar milli kristinna og múslíma.

ESB-sinnar á Íslandi eiga erfitt með að játa blákaldar pólitískar staðreyndir, ef þær varpa neikvæðu ljósi á Evrópu. Egill Helgason líkir harðdrægu pólitíkinni á Íslandi við ástandið í bandarískum stjórnmálum. Innanlandsfriði í Bandaríkjunum er á hinn bóginn ekki ógnað með deilum kristinna og múslíma, heldur hvítra og þeldökkra.

Að svo miklu leyti sem öfgar íslenskrar stjórnmálaumræðu lýtur ekki innlendum lögmálum þá líkist hún meira evrópskum öfgum en bandarískum.     


mbl.is Uppgjöf Houellebecq hristir upp í umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband