Miðvikudagur, 7. janúar 2015
Kópavogslýðræði
Fyrir all nokkrum árum komst þekkt vinstrikona í Kópavogi í fréttir þegar til hennar sást í prófkjöri hægriflokks. Aðspurð sagðist konan taka þátt í prófkjöri andstæðinganna til að tryggja framgang fulltrúa Kópavogs í kjördæminu.
Það er hentistefna að starfa í einum stjórnmálaflokki en skipta sér af framboðsmálum annars flokks. Með því að fá meðmælalista allra flokka við síðustu kosningar sýndi Þór Jónsson fram á að í Kópavogi er ekkert tiltökumál að sami einstaklingurinn mæli með mörgum framboðum.
Í Kópavogslýðræði getur einn og sami hópurinn séð um að manna og mæla með öllum framboðslistum. Kópavogslýðræði yrði ásýndarlýðræði þar sem almenningi væri talin trú um að í boði væru ólíkir kostir en í reyndi væri það einn og sami hópurinn er stæði á bakvið alla valkostina.
Kópavogslýðræði elur af sér varabæjarfulltrúa sem kvarta undan því að fá ekki að vera með í spillingunni.
Gerðu allt í sínu valdi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er auðvelt að eyða þessu með því að leyfa kjósendum að dreifa atkvæði sínu á einstaka frambjóðendur á mismunandi framboðslistum í kjörklefanum.
Hliðstæða þessa er leyfileg í nokkrum nágrannalöndum.
Í uppkasti stjornlagaráðs að stjórnarskrá er opnað á þennan möguleika sem valdaöfl óttast.
Ómar Ragnarsson, 7.1.2015 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.