Þriðjudagur, 6. janúar 2015
Áróðursstríð ESB gegn Íslandi
Öðrum þræði er það aumkunarvert að stórveldi eins og Evrópusambandið haldi úti teiknimyndapersónu í áróðursskyni.
Hinum þræðinum er það hrollvekjandi hve Brusselbáknið er tilbúið að ganga langt í ómálefnalegum málflutningi.
Í áróðrinum glittir í þá hótun að viðskiptahagsmunir Íslands séu í húfi ef við göngum ekki inn í Evrópusambandið.
Þetta er einfaldlega óboðlegt.
Ofurhetja varar Sigmund við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þvílíkur brandari.
Eins og ofuhetjan bendir á eru tveir þriðju utanríkisviðskipta Íslands við önnur Evrópulönd.
Það er hárrétt en það sem ekki kemur fram hjá "ofurhetjunni" er að við eigum nú þegar öll þessi ágætu viðskipti við önnur Evrópulönd, algjörlega án þess að vera í Evrópusambandinu.
Ofurkraftar þessa kapteins virðast þannig öðru fremur felast í því að bera á borð rökvillur í málflutningi sínum.
Þessi teiknimyndapersóna er því meira skrípó heldur en "ofur" eitthvað.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.1.2015 kl. 15:22
Þetta skrípóveldi (með evru í frjálsu falli miðað við Bandaríkjadollar) er komið í mikla örvæntingu að vera að eltast við litla Ísland, þegar það er ekki að níðast á Færeyjum.
Elle_, 7.1.2015 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.