30 - 70 pólitíkin

Sjálfstæðisflokkurinn er að verða hæglætisíhald og gæti orðið kjölfestan í íslenski pólitík með 30 prósent fylgi. Þau 70 prósent sem eftir eru skipta sköpum hvort hér ráða ferðinni hófsöm borgaraleg öfl eða sambræðsla einsmálsflokka á vinstri kantinum.

Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu undanfarið sem umræðuvaki stjórnmálanna. Flokkurinn er með burði til að tvöfalda skoðanakönnunarfylgið þegar kemur að kosningum, einmitt vegna þess að framsóknarforystan gefur tóninn í umræðunni.

Samandregið: hófsöm hægriöfl eru í þokkalegum færum að halda meirihluta sínum á alþingi, en vinstribræðingurinn er engu að síður hættulegur andstæðingur.


mbl.is 36,6% styðja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sjálfstæðisflokkurinn er blanda teboðshægri manna og hófsamari afla. Eins og er ræður teboðshluti sjallanna enda eru stofnun flokks sem á að hýsa hófsamari og víðsýnni hægri menn utan Valhallar.   Sjálfstæðisflokkurinn eins og hann var er ekki til, 40% Sjálfstæðisflokkur er úr sögunni, og eftir stofnun víðsýns hægri flokks fer teboðsflokkurinn niður fyrir 20%.

Góða skemmtun Páll.

Framsóknarflokkurinn gerði upp á bak á síðasta ári og langt í að hann hreinsi sig af því enda forustan fullkomlega óhæf í það verkefni sem þeir tóku að sér.

Jón Ingi Cæsarsson, 5.1.2015 kl. 09:16

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er þetta ekki bara besta leiðin inn í framtíðina?

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1359897/

Jón Þórhallsson, 5.1.2015 kl. 10:14

3 Smámynd: Steinarr Kr.

Hvað eru teboðshægrimenn Jón Ingi?  Ég er viss um að þú getur ekki lýst þessu hugtaki þínu af einhverju viti.  En vinstri menn eins og þú halda að þeir geti notað þetta sem einhverja grýlu.

Steinarr Kr. , 5.1.2015 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband