Tuddafyndni í skaupinu

Í áramótaskaupið vantaði þá kímnu mennsku sem gerir pólitíska ádeilu skemmtilega. Löngun handritshöfunda til að setja fram vinstripólitík bar kímnina ofurliði.

Einu sinni voru vinstrimenn fyndnir.

Núna eru þeir mest sorglegir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

HEYR HEYR - kæri Páll. Enn á ný er greining þín hárrétt. Það er nánast lenska hjá þér.

Gleðilegt ár til þín og þinna og þökk fyrir árið sem er að renna skeið sitt á enda. 

Guð blessi íslendinga nær og fjær sem og heimsbyggðina alla.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.12.2014 kl. 23:36

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

mér fanns skaupið bara ágætt og kannski bara lítil oftulkun í því.  

Rafn Guðmundsson, 1.1.2015 kl. 01:13

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ég á ekki orð og Edda Björgvins mín uppáhalds! Frumlegheit ekki til,það eina ófyrir séða var túlkun Kötlu á Hönnu Birnu,virkilega vel gert. Hvenær skelltu menn upp úr? Kannski þegar höfundur kom hjólandi undir áhrifum,nákvæm eftirlíking úr gömlum þætti nema þá var hún á bíl og löggan(Laddi)þarfnaðist ekki ,,ökuskírteinis , en maddaman sannfærð um að hann vildi sjá brjóstin eða mynd af mömmu! óh mamma mía! Engin einasta kelling hló,og þó einhver vinstri með presta og kirkju óþol. 

Helga Kristjánsdóttir, 1.1.2015 kl. 01:16

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Skaupið var að sjálfsögðu dæmigert RÚV vinstriómennsku samsæri, sem sást best á því að Ómar Ragnarsson var í því en ekki Páll Vilhjálmsson. 

En í alvöru, ef RÚV er svona ömurlegt af hverju eruð þið ennþá að horfa á það?

Hvernig væri að hlusta á forsætisráðherrann okkar og vera svolítið jákvæð á nýju ári? 

Wilhelm Emilsson, 1.1.2015 kl. 01:36

5 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Skaupið var ömurlegt saman hnoð og ég spurði viðstadda sem horfðu með mér hvort þeim fyndist ekki allt í lagi með mig, því mér stökk ekki eitt skipti bros á vör hvað þá hlátur en það var víst bara það sama uppá teningnum hjá öðrum viðstöddum svo ég reikna með því að ég sé í lagi.

Þórólfur Ingvarsson, 1.1.2015 kl. 02:11

6 Smámynd: Rafn Guðmundsson

Wilhelm - ekki benda á það augljósa - það fellur ekki í 'kramið' hjá þessum 'venjulegum' blog.is skrifundum - sennilega flestir 'framsóknarmenn'

Rafn Guðmundsson, 1.1.2015 kl. 03:21

7 Smámynd: Stefán Örn Valdimarsson

Wilhelm þó svo að ég gjarnan vildi þá get ég ekki sagt upp áskriftinni af RÚV. Frekar súrt að þurfa að borga fyrir það sem maður vill ekki horfa á.

Stefán Örn Valdimarsson, 1.1.2015 kl. 12:35

8 Smámynd: Sigurður Antonsson

Eftiráskopið er best. Illa tókst til við að gera Gísla Marteinn að aula á Copacabanaströnd Ríó, en ágæt fíflafyndni RÚV dætra. Framsóknarmaddömurnar virðast fara í fínu taugarnar hjá "niðurskurðarliðinu."

Þegar ungir sem eldri tína slóðinni er eitthvað að í hinum bestu heimum. Jafnvel Laddi getur ekki bjarga fé í hús þegar tilþrifin vantar. Margir biðu eftir danssporum dætranna sem aldrei birtust.  

Sigurður Antonsson, 1.1.2015 kl. 12:56

9 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Eymdarlegt áramótaskaup, svo ekki sé meira sagt. Þó var hægt að kreista fram brosvipru í öðru munnvikinu, yfir örfáum "sketsum". Sem einn af eigendum þessarar stofnunar, fannst mér þetta heilt yfir hallærislegt og langdregið að stærstum hluta. 

Halldór Egill Guðnason, 1.1.2015 kl. 17:49

10 Smámynd: rhansen

Stolið og stælt ...enda vinstrimenn ekki hugmyndasmiðir og fáir skilja þeirra hugmyndir eða fyndni ;(.......HÖRUNG !!

rhansen, 1.1.2015 kl. 20:35

11 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

...... En eiga Ríkisútvarp Vinstri Manna (RÚV) með húð og hári... :)

Sigurbjörn Friðriksson, 2.1.2015 kl. 02:19

12 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdirnar, Rafn og Stefán Örn.

Stefán Örn, það er aftur allt annað mál. Ég sé mörg góð rök fyrir því að fólk eigi að geta sagt upp RÚV og skil vel að mörgum finnist óþolandi að þurfa að borga fyrir það.

Ég var bara að benda á að þeir sem þola ekki RÚV þurfa ekki að horfa eða hlusta á það. Það gefur auga leið, eins og Rafn bendir á, en það er eins og sumir kjósi að horfa framhjá þessu.

Wilhelm Emilsson, 2.1.2015 kl. 02:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband