Mánudagur, 29. desember 2014
Lífeyrissjóðir í þágu Jóns Ásgeirs - aftur
Í hruninu töpuðu lífeyrissjóðir ótöldum milljörðum á rekstri sem tengist Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Nægir þar að nefna Dagsbrún, fjölmiðlaveldið sem átti að verða stórveldi á Íslandi, Bretlandi og Danmörku.
Afgangurinn af Dagsbrún er 365 miðlar sem eiginkona Jóns Ásgeirs er skráð fyrir. Samkvæmt Kjarnanum eru lífeyrissjóðirnir farnir að pumpa peninginum í þennan rekstur.
Ætla lífeyrissjóðadrengirnir aldrei að fullorðnast?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.