Laugardagur, 27. desember 2014
Jón Gnarr grínast með einelti
Jón Gnarr hefur einelti í flimtingum þegar hann segir um áskoranir til sín að bjóða sig fram til forseta lýðveldisins: ,,Það er verið að gera aðför að mér. Ég fer bara að líkja þessu við einelti."
Nú hlýtur pólitíska rétttrúnaðarhersingin taka við sér og hrauna yfir grínistann fyrir léttúðina.
En kannski er það svo að góða fólkið sér í gegnum fingur sér þegar frambjóðendur þess djóka með heilög hugtök hins pólitíska rétttrúnaðar.
Jón volgur fyrir forsetaframboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef það er einhver sem þekkir einelti kerfisins, þá er það Jón Gnarr. Reynsla er vanmetinn skóli, hér hjá okkur öllum: grunnskólareynslubörnum jarðarinnar. Við erum öll í reynslulausnar-frelsi á jörðinni.
Það er frekar vandræðalegt fyrir þá flokkuðu áróðursdómarasnillinga falda valdsins, sem kenndu Jóni Gnarr um allt sem illa gekk hjá borgarstjórninni á síðasta kjörtímabili.
Það er nefnilega of mikið óskilgreint ruslara-kusk á hvítflibbum þeirra sem nú ráða ríkjum í borgarstjórn höfuðborgar alls Íslands: Reykjavíkurborgar.
Ég sendi þessum blessuðu fórnarlömbum "embættanna", (bæði fyrr og nú), kærleikskveðjur. Kærleikshugsanir gera kraftaverk, og heiminn friðsamlegan. Vilji er allt sem þarf, til þess að kærleikshugsanir fái að dafna og gera góðverk.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.12.2014 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.