Mánudagur, 22. desember 2014
Vinstrimenn hatast við þjóðkirkjuna
Útvaldir hópar njóta velþóknunar vinstrimeirihlutans í Reykjavík; vantrúarfólkið, heiðnir, hommar, transfólk, múslímar eru meðal þeirra sem fá gæðastimpil Dags og félaga.
Allur almenningur sem er hlynntur þjóðkirkjunni og otar sér ekki fram með sérvisku, sérhneigðir eða sértrú er fyrst og fremst hugsaður sem skattstofn vinstrimanna til að mylja undir þá útvöldu.
Helsta bakland vinstriflokkanna eru sérhópar af ýmsum sortum. Það sameinar þessa hópa að vera á jaðrinum annars vegar og hins vegar að agnúast út í hversdagslega fólkið sem ekki sker sig úr, sinnir sínu og heldur í gamla siði.
Vinstrimönnum er illa við hefðir og venjur með breiða skírskotun; hvort heldur þær kristnu eða þjóðlegu. Þjóðkirkjan sameinar sameinar þessa þætti og verður þar með sérstakur skotspónn vinstrimanna.
Mannréttindabrot að banna kirkjuferðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Enn á ný verður að hrósa þér fyrir glögga greiningu kæri Páll !
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.12.2014 kl. 18:02
Ert þú eitthvað á móti vantrúarfólki, heiðnum, hommum, transfólki og múslimum?
Hvaða hefðir ertu annars að tala um - kirkjuheimsóknir skóla? Síðan hvenær eru þær hefðir?
Matthías Ásgeirsson, 22.12.2014 kl. 20:05
Þessi uppstilling mála er einhver stórkarlalegasta alhæfing, sem ég hef lengi séð, en rímar svo sem við það sem maður sér þessa dagana á blogginu, svo sem það að fríkirkjusöfnuðir séu "sértrúarfólk" af sama toga og múslimar og fleiri, sem þú telur upp og segir að sé verið að "mylja undir".
Sem væntanlega þýðir það að það er sko aldeilis ekki verið að "mylja undir" þjóðkirkjuna, heldur er hún sennilega svelt fyrst ekki er mulið undir hana eins og "hina útvöldu".
Uppstilling af því tagi sem birtist í pistlinum er umhugsunarefni, svo að ekki sé meira sagt.
Ómar Ragnarsson, 22.12.2014 kl. 20:26
Ég tek undir með Ómari. Ósköp hlýtur ykkur þjóðkirjumönnum að líða illa. Það líður ekki sá dagur að það er farið fram með stórorðar yfirlýsingar þar sem paranójan spilar aðalhlutverkið Er þjóðkirkjan virkilega orðin svona tæp á geðinu að það minnir helst á ráðamenn Norður -Kóreu. Fólk annarra trúarhreyfinga er kallað "sértrúar","villutrúar" og ar fram eftir götunum. Það verður örugglega ekki fjölgað í þjóðkirkjunni með þessum hætti.
Jósef Smári Ásmundsson, 22.12.2014 kl. 21:05
Þvílíkur viðbjóður þessi pistill. Voðalega líður þessum blessaða Páli illa.
Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 22.12.2014 kl. 22:22
Úff... hvað þetta eru andfélagslegar og beinlínis hættulegar skoðanir sem þú hefur Páll. Ég vona innilega að þjóðin beri gæfu til þess að halda þér og skoðanabræðrum þínum frá öllum opinbeum valdastöðum.
Reputo, 23.12.2014 kl. 02:48
Brynjar er að höfða til botnfallsins í þjóðfélaginu og tekst eflaust ágætlega til. Framsókn tók þessa taktít í síðustu sveitastjórnarkosningum og skóf drulluna af botninum og fleytti sér þannig inn í borgarstjórn.
Það fyndan við þessa trúarumræðu er að það eina sem fylgjendur kirkjuheimsókna geta vísað í máli sínu til "stuðnings" er afrakstur vélskráningar hvítvoðunga í trúfélag móður. Þar dagar fólk svo uppi en verður hluti af tölfræðilegri fróun kirkjunnar manna sem ítrekað segja allt að 90% þjóðarinnar kristna þótt engar kannanir á trúarafstöðu fólks, síðastliðin 40 ár allavega, gefi tölur nálægt því sem kirkjufólkið flaggar. Hið rétta er að innan við helmingur Íslendinga lítur á sig sem kristna einstaklinga ásamt því að í ca 20 ár í röð hefur verið töluverður meirihlutastuðningur við aðskilnað ríkis og kirkju. Svona mætti áfram telja.
Reputo, 23.12.2014 kl. 02:59
Mér óar við því að að undanförnu hefur verið blásin upp stigvaxandi og víxlverkandi hatursumræða með orðið "hatur" sem lykilorð, þar sem menn hafa gerst sjálfskipaðir fulltrúar þjóðkirkju annars vegar og annarra safnaða og trúarhópa hins vegar, rétt eins og hér á landi ríki eitthvers konar norður-írskt ástand í þjóðlífinu.
Þetta gerist á sama tíma og prestar hafa farið fram og til baka í þjónustu á milli þjóðkirkjusafanaða og fríkirkjusafnaða sem og hvers kyns listafólk, sem unnið hefur jöfnum höndum á víxl fyrir kirkjudeildir og trúarhópa.
Ég er í fríkirkjusöfnuði en hef unnið jafn mikið, jafnvel meira fyrir þjóðirkjusöfnuði og aðra trúarhópa, nú síðast fyrir Hvítasunnumenn.
Dæmi um trúarlega einingu hvað kirkjudeildir snertir: Þjóðkirkjupresturinn séra Þorsteinn Björnsson gerðist fríkirkjuprestur í Reykjavík 1950 og séra Árelíus Nielsson, sem ekki fékk starfið þá, sótti um og fékk starf sem þjóðkirkjuprestur í Langholtssöfnuði.
Fríkirkjupresturinn séra Þórsteinn Ragnarsson gerðist forstöðumaður kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæmis þjóðkirkjunnar og í kirkjugörðunum liggur víða samhliða í gröfum þjóðkirkjufólk og fríkirkjufólk.
Allir fyrrgreindir prestar öfluðu sér menntunar og réttinda í sama Háskólanum, Háskola Íslands.
Allir notað þeir, hvort sem þeir þjóna þjóðkirkju eða fríkirkju, sömu helgisiði og sömu sálmabók.
Í stjórnlagaráði var einn þjóðkirkjuprestur sem stóð að þeirri útfærslu greinar frumvarps ráðsins um þjóðkirkjuna sem sátt náðist um.
Ómar Ragnarsson, 23.12.2014 kl. 08:56
Sem jafnarar maður þá mótmæli ég þessu! Held skv. ræðum að margir Prestar séu vinstirmenn! Jesú var jafnaðarmaður skv. Biblíunni. Jafnaðar menn vilja að allar lífsskoðanir séu jafnréttháar svo framarlega að þær séu settar fram og stundaðar af hófsemi og tilliti við aðra. Ekki hægt að segja að kristni hafi tekið mjúklega á samkynhneigðum t.d. fram á síðustu ár. Þeim var hreinlega úskúfað úr kirkjunni og nutu engra réttinda fyrr en nú síðustu ár. Og aðrir hópar líða enn fyrir umburðaleysi meirihlutans fyrir frávikum. Þetta var svona líka sem fólk kom fram við fólk með fötlun. Þau átti helst að setja á stofnanir utan við byggð annarra. Svona var hér komið fram við fólk sem var dökkt á hörund. Þeir máttu ekki sjást utan við Keflavíkurflugvöll. Sumir töluðu um að Vietnama sem hingað fluttu fyrir 30 árum myndu leggja íslenska menningu í rúst! Þetta er merki um forpokaða menn sem hafa ekki áttað sig á því að eina landið í heiminum sem kemst upp með að vera einsleitt er Norður Kórea þar sem þeir voga sér að vera öðruvísi eru bara drepnir eða settir í fangelsi. Þetta eru sömu hugsanir og Nazistar beittu þegar þeir drápu alla fatlaða, samkynhneigða og þá sem aðhyltus aðra trú en kristni. Þeir voru sendir í útrýmingarbúðir. En með auknum samgöngum, tengingum milli þjóða og alþjóðavæðingu þá eru svona viðhorf skemmandi. Nema náttúrulega að menn vilji að hér verði lokað land útlendingum, þar sem ein skoðun ræður, ein trú og ein þjóð þá eiga menn bara að segja það beint út.En athugaað það hljómar svipað og Norður Kórea og Þýskaland fyrir stríð. Og menn sjá hvernig það fór.
Magnús Helgi Björgvinsson, 24.12.2014 kl. 00:11
;Maðurinn/manneskjan,er oft að skemma einmitt það sem gæti gert okkur samheldin og umburðarlind. kristur vildi jöfnuð! En hann sóttist ekki eftir að nýta sér þær undirtektir boðorða sinna,sem lýðurinn hyllti,sér til frama og forsætis í mannheimum.-Annað skrifa ég ekki um það,en var að fá hér kort frá Borgarstjóra-fjölskyldunni,með gull-fallegri mynd af börnum þeirra fjórum. Opna alltaf kortin á Þorláksmessu.
Helga Kristjánsdóttir, 24.12.2014 kl. 03:38
Andlegur þroski þeirra sem skrifa svona er ekki til að hrópa húrra fyrir.
Bendi ykkur á að skoða þetta
http://jack-daniels.is/index.php/kaerleiksrik-hatid-til-ykkar-allra/
Jack Daniel's, 24.12.2014 kl. 12:44
Jack D. !
Þú ert samur við þig ! Því blandar þú þessu tvennu saman ? Jólin, sem er sennilega óheppileg orðnotkun íslendinga, eru sannarlega haldin til þess að fagna fæðingu Frelsara mannkyns, Jesú Krists. Víðast hvar um veröldina nota menn þó orð sem tengjast kristninni beinlínis svo sem Kristsmessa, gleðilega fæðingu og svo framvegis.
Vissulega bendir allt til þess að Hann hafi fæðst í fyrri hluta októbermánaðar, þá var einhver pólitík hjá veraldlegum yfirvöldum að stilla fæðingahátíðinni upp á þessum degi. Það táknar ekki að við séum ekki að halda upp á fæðingu Frelsarans - þvert á móti. Hvergi eru þó í Heilagri Ritningu nein fyrirmæli sem segja fyrir um að þessa fæðingarhátíð skuli halda hátíðlega. Þá eru hvergi nein ummæli um slikt eftir esú sjálfum nokkurs staðar höfð eftir. Það eru þó fyrirmæli um marga hát´ðina í Biblíunni - en ekki þessa.
Þú mátt svo sannarlega , J.D., halda upp á stokka, steina, sólina og hversu hátt á lofti hún skín, eða hvað sem þér sýnist án nokkura andmæla kristinna. Þessi skrif þín benda þó til ákveðins óþols til kristni - sem þú sakar þó aðra um í pistli þínum, svo undarlegt sem það má virðast miðað við skrúðmælgi þína um annað - sennilega til að leiða lesendur frá því sem þú ert að koma til skila á milli línanna. Það tekst þó svo óhönduglega að þú beinlínis kveður upp úr með tilgang þinn.
Ég minni á. þvert á það sem þú J.D. segir, að Frelsarinn lagði ríkt á við lærisveina sína að troða ekki eða þvinga trú upp á nokkurn mann. Við verðum að vera þess minnug að Hann skapaði okkur með frjálsan vilja og því mun Guð ekki verða sá fyrsti til að skerða það frelsi sem Hann gaf okkur í vöggugjöf - heldur heiðrar Hann það.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.12.2014 kl. 15:47
Mér sýnist að hér sé full þörf á að líma inn hinn góða leiðara dagsins :
„Aðventunni, tíma undirbúnings, vona og tilhlökkunar, er lokið. Jólin sjálf eru að ganga í garð. Það er enn rík sátt um þennan góða atburð hér á landi. Mikill meirihluti þjóðarinnar tekur á móti honum opnum örmum. Þeir sem eldri eru njóta þess að komast tilfinningalega á kunnuglegar slóðir og börnin eru, hvert og eitt, táknmynd atburðarins sem fagnað er. Ytri ramminn breytist og aðstæður eru ekki sömu og síðast en grunnurinn er það. Samferðamenn hafa kvatt, en eru samt svo nærri.
Kristnir menn á Íslandi berja ekki bumbur á fæðingardegi frelsarans en þeir finna að strengurinn hefur aldrei slitnað. Þeir sem trúin hefur látið ósnortna eða hafa fjarlægst hana og jafnvel kvatt njóta jólanna með sínum hætti og sýna langflestir þeim umburðarlyndi sem fagna komu Krists í sinn rann.
Kirkjunni og kristnum söfnuðum er umburðarlyndi eiginlegt enda hefur sá tónninn verið gefinn af þeim sem gat. En stundum er bent á atvik í liðinni sögu þegar höfðingjar kirkju og kristni og umburðarlyndi áttu enga samleið og þau höfð sem sannindamerki gegn kristnum sið og kenningum. Það er þó allslaus og ónýt sönnunarfærsla. Á ýmsum tímum villtust menn af leið, fóru illa og jafnvel hraksmánarlega með vald sitt og trúnað. En boðskapur Krists var hinn sami. Ekkert féll á hann.
Á síðustu árum hefur þröngur en hávær hópur trúleysingja gengið harkalega fram gegn kristnum gildum, sið og boðun hér á landi, og raunar víðar. Þetta virðist fámenn klíka sem sumir sem fest hafa sig í sessi á lykilstöðum reyna að ýta undir. Allt er það harla dapurlegt. En óþekkt er þetta ekki. Þess háttar virðist ganga í bylgjum. Sjálfsagt er að gefa þessu gaum.
Nýlega var í slíku samhengi minnt á orð Sigurbjörns Einarssonar biskups frá árinu 1957:
»Þetta er alvarleg aðvörun. Ofsókn steðjar að. Þá verður hver að gera upp við sig hvar hann er staddur. Eru menn í raun og veru við altarið og tilbiðja Guð í anda og sannleika? Eða eru þeir aðeins í forgarðinum? Þeim, sem alla tíð hafa verið hálfvolgir og hikandi, aðeins horft álengdar á tilbeiðsluna við altarið, mun verða hætt, þegar sigursæl heiðni fer að traðka á því, sem heilagt er.
Í þessari líkingu felast sannindi, sem eiga erindi til allra tíma, allra kristinna kynslóða. Þegar afneitun og andkristni flæðir yfir, verður »borgin helga« fótum troðin. Á nútímamáli: Öll þau helgu vé sem aldir og kynslóðir hafa byggt upp verða að velli lögð, allur sá kristni siður, öll sú lenska sem skýlir helgum háttum, hollum venjum og hugmyndum innan gróinna veggja, verður útlæg ger úr þjóðlífinu smátt og smátt. Kirkjan kann að missa alla opinbera vernd, prestar glata borgaralegri virðingu, kristin fræði verða með öllu ræk úr hverjum skóla, ekkert blað, ekkert útvarp getur né má flytja kristið efni. Það færi að þykja skömm að færa börn til skírnar, þiggja kristna blessun við stofnun hjúskapar eða greftra framliðna með kristnum yfirsöng. Allir þessir forgarðar venjuhelgaðra hátta, öll þessi helga borg, yrði fótum troðin af heiðingjum.
Hér er ekki verið að senda ímyndunaraflið út í bláinn, heldur miðað við nútíðarviðburði, samtímasögu. Hvað verður um nafnkristni í slíkum aðstæðum?
Og raunar þarf ekki að miða við tíma opinskárra ofsókna. Þessi orð eiga líka erindi við þær kynslóðir, sem í hugsunarlausri velsæld og veraldarhyggju láta helgidóminn veðrast og fylla alla forgarða heiðnum hugsmíðum.«
Þessi hálfrar aldar gamla hugleiðing Sigurbjörns hljómar eins og ný í okkar samtíð. Þó þarf ekki að æðrast. Kristur og kristsmenn hafa séð það svartara.
En fagnaðarhátíð, sem tileinkuð er fæðingu Krists, er góður tími til að heita því að gera sitt fyrir göfugan málstað.
Gleðileg jól.“
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.12.2014 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.