Fimmtudagur, 18. desember 2014
RÚV þekkir ekki muninn á LÍN og MS
RÚV skeit í nytina í fréttaflutningi af meintum brotum MS á samkeppnislögum. Úrskurður Samkeppniseftirlitsins var felldur úr gildi. RÚV hratt af stað herferð gegn MS og landbúnaði í kjölfar rangrar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og skuldar almenningi og MS og landbúnaðnum afsökunarbeiðni.
En RÚV biðst ekki afsökunar, enda ríki í ríkinu. Fréttamaður RÚV, Jóhann Hlíðar Harðarson, útskýrir hvers vegna RÚV þarf ekki að biðjast afsökunar:
VEGNA ÞESS AÐ LÍN OG MS ERU SAMA FYRIRBÆRIÐ OG VIGDÍS HAUKSDÓTTIR OG FRAMSÓKNARFLOKKURINN BERA ÁBYRGÐ Á HVORTTVEGGJA
Í hugarheimi RÚV er hægt að tengja Framsóknarflokkinn og landbúnaðinn við allt sem miður fer á Íslandi. Líka 20 ára gömul samskipti fréttamanna RÚV við LÍN, Lánasjóð íslenskra námsmanna.
Segir efni samningsins hafa legið fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Var ekki Einar Sigurðsson forstjóri MS., fréttamaður hjá RÚV í eina tíð, sem nú hefur breyst í ráðstjórnarríkisútvarp.
Helga Kristjánsdóttir, 18.12.2014 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.