Fimmtudagur, 18. desember 2014
Nauðgun, ekki endilega kynferðisleg
Nauðgun er ekki endilega kynferðisleg. Það er hægt að nauðga tungumálinu; reynt var að nauðga Íslandi inn í Evrópusambandið og krónunni var nauðgað af auðmannabönkum í aðdraganda hruns.
Maðurinn sem merkti mynd af Agli með orðunum ,,fuck you rapist bastard" var sýknaður einmitt sökum þess að nauðgun er ekki endilega kynferðisleg heldur er orðið notað í yfirfærðri merkingu og flokkast þá sem gildisdómur.
Sunna Ben Guðrúnardóttir sagði á hinn bóginn um Egil
Þetta er líka ekki árás á mann fyrir að segja eitthvað rangt, heldur fyrir að nauðga unglingsstúlku ... Það má allveg gagnrýna það að nauðgarar prýði forsíður fjölrita sem er dreyft út um allan bæ ...
Fullyrðing um nauðgun unglingsstúlku er ekki gildisdómur heldur ásökun um refsiverðan verknað. Slík ummæli njóta ekki verndar málfrelsis.
Hæstiréttur er samkvæmur sjálfum sér í þessum tveim málum.
Ummælin dæmd dauð og ómerk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.