Hrunlexía no. 1: ekki selja Landsbankann

Ef það er eitthvað eitt sem má læra af hruninu þá er það þetta: íslenska einkaframtakið kann ekki að eiga banka. Íslenskir auðmenn eru einfaldlega of vanþroska til að eiga banka, þeir falla í þá freistni að nota banka til að stunda fyrir sig viðskipti og gera ekki greinarmun á einkahagsmunum og almannahag.

Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans veit þetta og leggur til að útlendingar kaupi Landsbankann. Það er tómt rugl í bankastjóranum. Fyrr en varir myndu innlendir vanþroska auðmenn gera útlendingunum kauptilboð sem þeir gætu ekki hafnað. Innlendir auðmenn kunna að ræna banka innanfrá, þeir sýndu það í útrás, og engar líkur að þeir hafi aflært þá kunnáttu.

Arion og Íslandsbanki verða í eigu einstaklinga. Til að fyrirbyggja að bankakerfið allt komist áhættusjúklinga verður ríkið að eiga öflugan banka. 

Landsbankinn á um ókomna tíð að vera ríkisbanki. Ríkið á að leysa til sín þau hlutabréf sem starfsmenn Landsbanka fengu gefins.

Ef ríkisstjórnin skilur ekki hrunlexíu no. 1 þá getur hún allt eins pakkað saman strax.  


mbl.is Undirbúningur sölu þarf að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sammála því að selja ekki Landsbankann. Finnst líka að reka eigi þennan bankastjóra, þar sem hann hefur gerst brotlegur við lög og bankinn dæmdur til að greiða 450 milljónir í sekt, vegna ólöglegs samráðs í kortaviðskiptum. Hann er ábyrgur fyrir því, eða hvað? Sama gamla sagan. Enginn ber ábyrgð, en margir réttlæta há laun sín með því að þeir beri svo mikla abýrgð. Viðbjóðslegt umhverfi sem fjármálastofnanir virðast fá að grassera í.

Halldór Egill Guðnason, 18.12.2014 kl. 12:29

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hverjir aðrir en hrunamanna kreppuliðið hafa efni á að kaupa þá?

Helga Kristjánsdóttir, 18.12.2014 kl. 13:51

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Er svo mikið sammála. En ég viðraði þá hugmynd fyrir nokkru að eignarhlutur ríkisins í bankanum yrði seldur almenningshlutafélagi eða sameignarfélagi í eigu almennings. Þetta yrði að sjálfsögðu stór pakki fyrir hvern íslending, ca. 100000 kr á hvern einstakling en hafa nú ekki einhverjir úr einhverju að spila eftir skuldaleiðréttingu. Með þessu væri verið að gera tvennt. Almenningsbanki sem er laus við spillingu ríkisins(vonandi) og fjármunir til Landspítala. Annars er ég á þeirri skoðun að andvirði sölu á ríkiseignum væri best varið til niðurgreiðslu á erlendum skuldum ríkissjóðs en í staðinn verði spítalinn byggður með Einkaframkvæmd( verktaki hannar , byggir og rekur fasteignina í ákveðinn tíma). Lífeyrissjóðirnir mættu líka kanna þann kost að fjárfesta hjá ríkinu til greiðslu erlendra skulda og það kæmi mér ekki á óvart að sú fjárfesting skilað hærri arði en núverandi fjárfestingar.

Jósef Smári Ásmundsson, 18.12.2014 kl. 14:34

4 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Það er þekkt nokkurra alda atvinnugrein og hefð sem enskurinn kallar "banking" . 

Slíkt er Íslendingum sem stunda viðskipti framandi. Þeim er því miður enn sem komið er flestum algjörlega  ótreystandi til eignarhalds.  Það segir bitur reynslan einfaldlega.

Freistingin virðist vera sú að með hárri veltu og risaupphæðum hafir þú komist yfir peningavél í eigið grams. 

P.Valdimar Guðjónsson, 18.12.2014 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband