Hagfræðin hættir að virka

Gamalt lögmál hagfræðinnar er uppnámi. Lögmálið segir að ef framboð á vöru eykst þá muni varan að öðru jöfnu lækka í verði. Þetta lögmál gildir einnig um peninga: aukið peningamagn í umferð lækkar verð þeirra - verðlækkunin heitir verðbólga.

Nei, segir Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman, þegar samdráttur er í hagkerfinu er allt í lagi að prenta peninga eins og enginn sé morgundagurinn; reynsla síðustu sex ára sýnir það.

Jú víst, segir Ambrose Evans-Pritchard: seðlabankar sem búa til óhóflega mikið af peningum framleiða verðbólgu þegar kurlin koma öll til grafar.

Baksvið deilu tvímenningana er að Bandaríkjamenn og Bretar unnu bug á kreppunni með blöndu af niðurskurði ríkisútgjalda og peningaprentun. Krugman og Evans-Pritchard eru sammála um engilsaxnesku meginstefnuna en þá greinir á hvenær skuli hætta peningaprentuninni.

Krugman telur óhætt að prenta meira af peningum, sem kallað er ,,quantative easing" en sá breski að nóg sé að gert. Mælikvarðar tvímenningana eru ólíkir, þeir mæla peningamagn i umferð ýmist með M1 sem er þröngur kvarði eða M3 sem tekur langtímafjármagn með í reikninginn.

Ágreiningur um grundvallarmál í hagfræði endurspeglar að kreppan sem hófst 2008 og þó sérstaklega viðbrögðin við henni eru fordæmalaus. Peningaútgáfa seðlabanka Bandaríkjanna og Bretlands (raunar Japans sömuleiðis) togar hagkerfin úr kreppu en menn vita ekki enn hver kostnaðurinn verður.

Krugman, sem þykir vinstrisinni á engilsaxnesku, virðist ekki gera sér rellu út af stórauknum ójöfnuði sem peningaútgáfan elur af sér. Þeir ríku hirða mest af nýjum peningum en brauðmolarnir hrjóta af borðum til þeirra efnaminni. Evans-Pritchard er hægrimaður sem kemur með tillögur sem eru til vinstri við hagspeki Krugman.

Vinstrimenn sem boða brauðmolakenninguna og hægrimenn sem vilja ríkisafskipti af atvinnulífinu eru talandi dæmi um að hagfræðin, eins við þekkjum hana, er hætt að virka.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband