ASÍ vill að ríkið haldi uppi fyrirtækjum

Samtök atvinnulífsins eru komin með öflugan bandamann að herja á ríkissjóð: Alþýðusamband Ísland krefst þess að ríkið útvegi þeim lægst launuðu ódýrt húsnæði til að fyrirtækin þurfi ekki að hækka launin.

ASÍ er óðum að verða handlangari forstjóraveldisins sem krefst þess að arður fyrirtækjanna gangi fyrir launagreiðslum til almennra starfsmanna. Þá fá eigendurnir sitt, sem oft eru lífeyrissjóðir, og æðstu stjórnendur fá auðvitað sitt en ríkissjóður á að halda almennum stafsmönnum góðum.

Ríkisstjórnin á vitanlega að segja forseta ASÍ, á kurteisan hátt, að éta skít.


mbl.is Setja úrslitakosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er nauðsynlegt að losa um gjaldeyrishöftin til að rjúfa þetta banvæna samband lífeyrissjóða og atvinnulífs.

Ragnhildur Kolka, 17.12.2014 kl. 09:42

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það þarf að losna við Gylfa strax, og fá mann sem getur séð um samninga fyrir ASÍ. hvernig stendur á því að lágmarkslaun eru ekki hærri en þau eru, það er vegna þess að hann er alls ófær um að semja.Fá verkalíðsforingjan á Akranesi í þetta.

Eyjólfur G Svavarsson, 17.12.2014 kl. 13:24

3 Smámynd: rhansen

Eg held að hljóti allt að springa i vetur eða vor  ...þeir munu ekki gefa eftir Vilhjálmur Birgisson og Aðalsteinn Baldursson i neinum samningum fyrir sitt fólk i vor ...

rhansen, 17.12.2014 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband