Miðvikudagur, 10. desember 2014
Martröð ESB-sinna: höftin burt
ESB-sinnar klifa á því sí og æ að íslenska krónan hljóti alltaf að vera í höftum. Eina leiðin til að losna úr höftum sé að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru.
Þegar hillir undir að höftin verði kvödd (sem raunar stóðu ekki undir nafni þar sem almenningur fann aldrei fyrir þeim, aðeins stórneytendur gjaldeyris) fyllast ESB-sinnar örvæntingu. Með höftunum fellur síðasta röksemdin fyrir aðild Íslands að ESB og stóðu þó rökin á brauðfótum.
ESB-sinnar munu á næstu dögum og vikum finna afnámi haftanna allt til foráttu. Við vitum hvers vegna.
Aldrei jafnnálægt því að afnema höft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En hver eru eiginlega rökin fyrir því að afnema höftin???
Það hefur aldrei verið útskýrt í allri þessari umræðu!
Guðmundur Ásgeirsson, 10.12.2014 kl. 11:21
Þau eru brot á EES samningum í fyrsta lagi, svo hefta þau mikið þau fyrirtæki sem þurfa að díla í erlendum gjaldeyri
Jón Bjarni, 10.12.2014 kl. 11:30
Þau eru brot á EES samningum
Ef það stenst hlýtur innganga í EES að vera góð leið til að afnema höft.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.12.2014 kl. 12:29
Það er tekið sem gefið að æskilegt sé að afnema höftin. En ég er sammála að það sé ekkert sjálfsagt. Stórþjóðir heims, s.s. Bandaríkin, Kína, Japan og handstýra sínum gjaldmiðlum. Andspænis slíkum aðgerðum er í raun sjálfsagt að handstýra krónunni í þágu íslensks almennings.
Páll Vilhjálmsson, 10.12.2014 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.