ESB-sinnar þvo af sér útrásina

Samfylkingin var frá stofnun, um nýliðin aldamót, áhugasöm um tvennt. Í fyrsta lagi að koma sér upp auðmönnum til að fjármagna sig. Í öðru lagi að berjast fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Samfylkingin og Baugur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar urðu bandamenn í útrásinni. Jón Ásgeir styrkti Samfylkinguna með beinum framlögum frá nokkrum kennitölum, s.s. Baugs, Dagsbrúnar, FL-Group og Glitni.

Samfylkingin beitti sér í þágu Jóns Ásgeirs, bæði í fjölmiðlamálinu 2004 og síðar í útrásinni. Mestu öfgar útrásarinnar, s.s. þegar íslenskir bankar ryksuguðu upp sparifé í Evrópu, voru framkvæmdir í skjóli EES-samningsins, sem Samfylkingin lítur á sem undanfara aðildar að ESB.

Eftir hrun reynir samfylkingarfólk kerfisbundið að þvo hendur sínar af útrásinni. Þröstur Ólafsson skrifar grein í Fréttablaðið, sem Jón Ásgeir stjórnar enn, þar sem andstæðingum aðildar Íslands að Evrópusambandinu er kennt um útrásina.

Er hægt að leggjast lægra?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband