Forstjórar, ASÍ og félagsleg launastefna

Í aðdraganda útrásar og á meðan henni stóð hækkuðu laun forstjóra meira en annarra. Hagfræðingurinn Ólafur Margeirsson tók saman tölur um þessa þróun:

meðaltal heildarlauna stjórnenda hafa hækkað um 46% að raunvirði frá 1998. Á sama tíma er talan 29% á heildina

Verkefni ASÍ er að minnka það bil sem er á launum forstjóra og annarra. ASÍ er með aðgang að ákvörðunum um forstjóralaun í gegnum lífeyrissjóðina.

Til að byrja með ætti ASÍ að krefjast þess að tekin verði upp mæling á launavísitölu forstjóra. Vísitalan yrði í senn viðmið og aðhald fyrir almenna launastefnu. ASÍ gæti sett sér markmið um að bilið milli forstjóralauna og almennra launa færi ekki fram úr tilteknu prósentuhlutfalli.

Jafnlaunavísitala fyrirtækja mældi muninn milli hæstu og lægstu launa. Jafnlaunavísitalan myndi upplýsa um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja, hvort þau hygluðu stjórnendum á kostnað almennra starfsmanna, og hversu vel eða illa fyrirtækin stæðu andspænis markmiðum ASÍ.

Í gegnum lífeyrissjóðina er ASÍ í færum að móta félagslega launastefnu. Hingað til reynir ASÍ að afsaka sig frá verkefninu. Spyrja má hvaða hagsmuni ASÍ er að verja með því að draga lappirnar í þessu máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband