Leyniskyttan og jólavopnahléið

Eitt sérkennilegasta atvik fyrra heimsstríðs, sem hófst fyrir 100 árum, var vopnahléið á jólum 1914. Breskir og þýskir hermenn efndu til vopnahlés án samráðs við herstjórnir, hittust á einskins manns landi milli skotgrafanna og gerðu sér glaðan dag.

Bréf frá breskum herforingja, Walter Congreve, er nýlega komið í leitirnar. Í bréfinu lýsir Congreve vinsamlegum samskiptum andstæðinganna þessi jól og tiltekur breskan hermann sem reykti vindil með bestu leyniskyttu Þjóðverja, sem var 18 ára snáði.

Sá breski segist nú vita hvar leyniskyttan geymir sig og vonast til að komast í færi eftir jólafrí.

Sportið í stríðinu var dauði sem hélt áfram eftir jól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband