Föstudagur, 5. desember 2014
Engin Viðreisn hjá Þorsteini
Í kvöldfréttum RÚV á miðvikudag var plöntuð frétt um að flokkur Sveins Andra Sveinssonar og Benedikts Jóhannessonar, Viðreisn, muni bjóða fram í þingkosningum 2017. Fréttin var gróðursett í RÚV til að styrkja stöðu Ragnheiðar Ríkharðsdóttur í baráttunni um ráðherradóm í Sjálfstæðisflokknum.
Þorsteinn Pálsson er samverkamaður Benedikts og Sveins Andra í Viðreisn. Ætla mætti að hann nýtti tækifærið á opnum fundi að auglýsa nýja stjórnmálaaflið. En Þorsteinn þagði þunnu hljóði um Viðreisn sem kvöldið áður fékk 15 sek. kynningu í þjóðarútvarpinu.
Líkleg skýring á þögn Þorsteins um Viðreisn er að þegar hann tók til máls um umræðuhefðina í íslenskum stjórnmálum var búið að ákveða að Ólöf Nordal yrði innanríkisráðherra.
Það er svo önnur pæling hvers vegna RÚV beitir sér í innanflokkserjum í Sjálfstæðisflokknum með jafn óskammfeilnum hætti og raun er á.
Nárotta sem þurfti að kaghýða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það vill svo til að á útmánuðum 2007 voru tvö ný framboð hugsanleg, framboð aldraðra og Íslandshreyfingin. Greinilegt var að fjölmiðlar vildu fylgjast vel með og blaða- og fréttamenn hringdu daglega til að kreista fram nýjar fréttir og helst að verða fyrstir með þær, enda ævinlega frétt ef nýtt framboð bætist við, - eða það sýndist mér þá.
En er svo að skilja á umræðunni hér að fjölmiðlar eigi að forðast að sækjast eftir slíkum fréttum vegna hættunnar á því að sá sem komi fyrstu með þær, sé talinn þar með orðinn að áróðurstæki fyrir viðkomandi framboð.
Ómar Ragnarsson, 5.12.2014 kl. 13:45
Endilega koma með fréttir sem tilkynna framboð Esb,sinna 2017,þannig er Rúv og verður ekki viðreist til hlutleysis. Best væri að það hætti starfsemi,það væri mikill léttir.
Helga Kristjánsdóttir, 5.12.2014 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.