Föstudagur, 5. desember 2014
Jón Ásgeir og leikslok Kaupþings
Kortéri fyrir hrun fékk Jón Ásgeir Jóhannesson, kenndur við Baug, 30 milljarða króna lán frá Kaupþingi. Í frétt af dómsmáli sem reis af þessu láni segir
Í rökstuðningi Hæstaréttar er sérstaklega vitnað í tölvuskeyti sem Jón Ásgeir Jóhannesson, þáverandi stjórnarformaður Baugs, sendi Hreiðari Má Sigurðssyni, þáverandi forstjóra Kaupþings, 9. júlí 2008. Þar segir Jón Ásgeir að hann hafi unnið hörðum höndum að því að bæta stöðu Kaupþings, meðal annars með sölu á Högum. Vonandi finni þeir lausn næsta dag en ef ekki þá þurfum við ekki að spyrja að leikslokum, segir í bréfinu.
Samkvæmt þessum tölvupósti var Jón Ásgeir með leikslok Kaupþings í hendi sér. Af því leiðir gat bankinn tæplega neitað Jóni Ásgeiri um nokkurn hlut. Og allt skal þetta heita viðskipti.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.