Fimmtudagur, 4. desember 2014
ESB og afbrigðileg Samfylking
Grænland gekk út úr Evrópusambandinu á síðustu öld eftir að hafa fylgt Danmörku inn. Norðmenn hafna í tvígang aðild og eru staðfastari en nokkru sinni að standa utan. Færeyingar láta sér ekki til hugar koma að ganga inn í þetta samband.
Samfylkingin á Íslandi er eini stjórnmálaflokkurinn á Norður-Atlantshafi sem lætur sér til hugar koma að eyþjóð eigi heima í meginlandsklúbbnum sem heitir Evrópusambandið.
Evrópusambandið er búið til fyrir meginlandsþjóðirnar og þannig hannað að útilokað er að eyþjóðir sem byggja lífsafkomuna á náttúruauðlindum eigi þangað erindi.
Norðmenn andvígir inngöngu í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samfylkingin fer nú að ná því að hún er ei-þjóðin.
Helga Kristjánsdóttir, 4.12.2014 kl. 10:21
Er Írland ekki í Norður Atlantshafi?
Jón Bjarni, 4.12.2014 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.