Þegar Ítalía hættir með evru

Allir flokkar stjórnarandstöðunnar á Ítalíu vilja hætta að nota evru sem gjaldmiðil. Fyrr heldur en seinna kemst stjórnarandstaðan til valda og þá gæti Ítalía sprengt evru-samstarfið.

Wolfgang Münchau hagspekingur á Spiegel rifjar upp að þegar evru-samstarfið var ákveðið voru tekin loforð af stjórnvöldum sem stjórnarandstöðu í hverju ESB-landi, sem gekk til samstarfs um gjaldmiðilinn, einmitt vegna þess að í lýðræðisríkjum geta kjósendur haft endaskipti og sett andstöðuna í valdastöðu.

Ítalir verða æ sannfærðar að velferð þjóðarinnar er betur borgið utan evrunnar en með þátttöku í gjaldmiðlasamstarfinu.

Nær enginn hagvöxtur er á Ítalíu síðan evran var tekin upp en atvinnuleysi er mikið. Næst stærsti flokkur Ítalíu er með áætlun sem mun gera Ítalíu samkeppnishæfa á ný með einni aðgerð. Ítalski seðlabankinn gæfi út ítalskar evrur sem væru með skiptigildið 1 á móti 1 í ESB-evrum. Allar ríkisskuldir og allt verðlag miðaðist við ítalskar evrur. Eftir ákveðinn tíma yrði ítalska evran gefin frjáls og þá myndi hún falla um 30 til 50 prósent gagnvart ESB-evru.

Þar með yrði Ítalía samkeppnishæf og skuldir ríkissjóðs væru lækkaðar með einu pennastriki.

Münchau segir ítölsku leiðina vel mögulega en hún myndi eyðileggja tiltrúna á ESB-evruna. Í næstu ESB-kreppu gæti efnahagslegt fullveldi orðið valkostur kjósenda á Ítalíu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband